18.12.2011 - 21:17 | JÓH
Jólasveinarnir í heimsókn á Laufási
Jólasveinarnir kíktu í heimsókn til barnanna á leikskólanum Laufási fyrr í vikunni þar sem þau voru að halda sína árlegu jólagleði hátíðlega. Börnin tóku að sjálfsögðu vel á móti jólasveinunum, og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð með þeim. Fjölnir Baldursson tók myndir af jólagleðinni sem má sjá hér, og setti einnig saman myndband af krökkunum syngja og taka á móti gjöfunum frá jólasveinunum.