21.02.2019 - 13:37 |
Íþróttaþjálfari óskast
Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri óskar eftir að ráða alhliða íþróttaþjálfara. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf í byrjun júní og starfað sumarlangt. Á könnu viðkomandi yrði íþrótta- og leikjanámskeið, útivist og fleira fyrir bæði börn og fullorðna.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir drífandi aðila til að eyða sumrinu við leik og störf í fallegasta firði landsins.
Áhugasamir hafi samband við Sigmund (863-4235) eða Guðrúnu Snæbjörgu (866-4269).