A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
24.07.2015 - 20:50 | Hallgrímur Sveinsson

Ísland er einstæður listasalur náttúrunnar

Fossdalur í Arnarfirði.
Fossdalur í Arnarfirði.
« 1 af 3 »

Erlendir sýningargestir ættu að greiða aðgangseyri

 

Það er borðleggjandi að Ísland á sér enga hliðstæðu í víðri veröld.

Ábyrgð okkar Íslendinga er mikil að varðveita landið sem við höfum að láni. Og það er mikil áhætta að hleypa útlendingum milljónum saman meira og minna eftirlitslaust hér inn í okkar stóra og mikla listasal náttúrunnar. Við verðum að stýra þeim af festu ef ekki á illa að fara. Til þess þarf uppbyggingu af ýmsu tagi. Til að standa undir henni verða stjórnvöld að innheimta aðgangseyri að salnum. Fimm  þúsund krónur á hvern einasta erlenda ferðamann sem kemur gagngert til að njóta og skoða landið okkar er lágmark. Og þá upphæð munu all flestir erlendir feðalangar greiða með ánægju við komuna til landsins. Þeir munu skilja að við þurfum uppbyggingu og eftirlit. Upphæðina má svo hækka ef þörf krefur. 


Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31