A A A
  • 1931 - Gunnar Bjarnason
  • 1963 - Kristrún Helga Pétursdóttir
  • 1987 - Guđni Páll Viktorsson
30.12.2017 - 08:17 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ingunn Jónsdóttir - Fćdd 6. ágúst 1931 - Dáin 16. desember 2017 - Minning

Ingunn Jónsdóttir (1931 - 2017).
Ingunn Jónsdóttir (1931 - 2017).
Ing­unn Jóns­dótt­ir fædd­ist 6. ág­úst 1931 í Litla Langa­dal á Skóg­ar­strönd. Hún lést á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða 16. des­em­ber 2017.

For­eldr­ar henn­ar voru Krist­ín Sig­ríður Guðmunds­dótt­ir, f. 16. apríl 1887, d. 20. ág­úst 1951, og Jón Berg­mann Jóns­son, f. 2. fe­brú­ar 1893, d. 5. apríl 1981.

Systkini Ing­unn­ar:
Sig­ur­fljóð Jóns­dótt­ir, f. 17. júní 1918, d. 5. júní 2011, Mar­grét Krist­ín, f. 2. sept­em­ber 1919, d. 16. apríl 2015, Þor­leif­ur, f. 25. nóv­em­ber 1921, d. 12. apríl 2010, Jakob, f. 25. sept­em­ber 1923, d. 15. des­em­ber 1998, Guðmund­ur, f. 2. sept­em­ber 1925, d. 29. októ­ber 2010, Jón Ar­in­björn, lést á fyrsta ári, Jón, f. 18. mars 1928, d. 26. nóv­em­ber 2008.

 

Fyrri eig­inmaður Ing­unn­ar var Sig­ur­jón Jó­hann­es­son, f. 31. mars 1930. Þau eignuðust einn son, Ægi f. 10. fe­brú­ar 1963, d. 12. júlí 1981.

Ing­unn gift­ist 30. des­em­ber 1976 Oddi Jóns­syni f. 28. júlí 1927, frá Gili í Dýraf­irði, en hann lést 3. nóv­em­ber 1998. For­eldr­ar hans voru Val­gerður Efemía Tóm­as­dótt­ir og Jón Júlí­us Sig­urðsson.

Dæt­ur Ing­unn­ar og Odds;
1. Krist­ín Berg­lind, f. 22. maí 1969, eig­inmaður henn­ar var Kristján Andri Guðjóns­son, 26. ág­úst 1967, þau skildu. Þeirra börn eru Ing­unn Rós Kristjáns­dótt­ir, f. 1998, Guðjón Andri Kristjáns­son, f. 2001, og Oddrún Eva Kristjáns­dótt­ir, f. 2001.
2. Val­gerður Jóna Odds­dótt­ir, f. 22. maí 1969, eig­inmaður henn­ar er Sæv­ar Ari Finn­boga­son, f. 28. des­em­ber 1970. Þeirra börn eru Jó­hanna Ing­isól Sæv­ars­dótt­ir, f. 2002, og Odd­ur Örn Sæv­ars­son, f. 2003.

Ing­unn ólst upp í Litla-Langa­dal á Skóg­ar­strönd og gekk í far­skóla í sveit­inni. Á átjánda ald­ursári stundaði hún nám í Héraðsskól­an­um á Laug­ar­vatni. Ing­unn flutti fljót­lega eft­ir það til Reykja­vík­ur og vann m.a. á veit­inga­stöðum og í þvotta­húsi. Sum­arið 1969 flutti hún að Gili í Dýraf­irði og hóf bú­skap með Oddi. Ing­unn sinnti hús­móður­störf­um ásamt bú­skapn­um. Ing­unn stundaði sauma- og prjóna­skap og seldi um ára­bil lopa­peys­ur og annað hand­verk. Hún vann mörg haust í Slát­ur­hús­inu á Þing­eyri og var virk í starfi Kven­fé­lagi Mýra­hrepps. Síðustu 18 ævi­ár­in eft­ir að Odd­ur eig­inmaður henn­ar lést bjó Ing­unn á Ísaf­irði.

Ing­unn verður jarðsung­in frá Mýra­kirkju við Dýra­fjörð í dag, 30. des­em­ber 2017, og hefst at­höfn­in klukk­an 14.
__________________________________________________________________________________

Minningarorð Kristínar Berglindar og Valgerðar Jónu Oddsdætra

 

Við vilj­um minn­ast móður okk­ar Ing­unn­ar Jóns­dótt­ur með nokkr­um orðum.

Mamma fædd­ist og ólst upp í Litla-Langa­dal á Skóg­ar­strönd. Hún var yngst af átta systkin­um og sagði okk­ur oft frá æsku sinni. Fannst okk­ur merki­legt hvað hún var minn­ug og gat lýst staðhátt­um og at­b­urðum með ná­kvæm­um hætti. Henni þótti afar vænt um æsku­stöðvar sín­ar og alltaf þegar hún átti leið suður lifnaði yfir henni þegar hún sá yfir Breiðafjörðinn. Hún hafði mik­inn áhuga á ætt­fræði eins og öll henn­ar systkini. Góð vinátta var á milli þeirra systkina og því var það miss­ir fyr­ir hana þegar þau féllu frá.

Mamma var list­ræn og það má segja að allt hafi leikið allt í hönd­un­um á henni, hvort sem það var prjóna­skap­ur­inn, að sauma og hanna fatnað eða annað hand­verk. Þær voru ófá­ar flík­urn­ar sem hún hannaði, saumaði og prjónaði á fjöl­skyld­una og ekki má gleyma föt­un­um sem hún gerði á all­ar dúkk­urn­ar sem við syst­urn­ar átt­um þegar við vor­um litl­ar. Mamma var mjög um­hyggju­söm og henni var um­hugað um vel­ferð annarra. Hún studdi okk­ur í einu og öllu og var sí­fellt að spyrja hvað hún geti gert fyr­ir okk­ur.

Mamma eignaðist Ægi með fyrri eig­in­manni sín­um og þegar Ægir var sex ára greind­ist hann með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm. Sama ár byrjuðu þau mamma og pabbi, Odd­ur Jóns­son, að búa sam­an á Gili í Dýraf­irði. Hjóna­band for­eldra okk­ar var ást­ríkt og voru þau mjög sam­held­in. Ægir bróðir var bund­inn hjóla­stól frá 12 ára aldri og lést aðeins 18 ára gam­all. Þegar við hugs­um til þess tíma þegar Ægir bróðir var á lífi og mamma annaðist hann dá­umst við að dugnaði henn­ar. Þá var all­ur aðbúnaður ekki eins góður og er nú til dags. Mamma sá til þess að hann nyti mennt­un­ar, þó að hann hefði þurft að fara alla leið til Reykja­vík­ur í skóla. Þar lærði hann að lesa og naut sín í nám­inu, en for­eldr­um okk­ar þótti mik­il­vægt að við systkin­in sækt­um okk­ur mennt­un og nut­um við bæði hvatn­ing­ar og stuðnings til þess.

Í sveit­inni á Gili sinnti hún heim­il­is­störf­un­um og tók þátt í bú­störf­um ásamt pabba. Sum­arið var anna­tími og alltaf voru ein­hverj­ir krakk­ar í sveit á Gili. Mamma átti mik­inn þátt í því hversu vel krökk­un­um leið vel í sveit­inni, hún var þol­in­móð og næm á líðan þeirra.

Mömmu leið alltaf vel í sveit­inni á Gili, en eft­ir að faðir okk­ar dó, aðeins 71 árs, árið 1998 flutti hún á Ísa­fjörð en naut þess að dvelja á Gili yfir sum­ar­tím­ann og þegar færi gafst.

Hún naut sín í ömmu­hlut­verk­inu og barna­börn­in á Engja­veg­in­um nutu góðs af nær­veru henn­ar, þar sem hún bjó á neðri hæðinni. Einnig heim­sótti hún barna­börn­in sín í Hval­f­irðinum reglu­lega.

Mamma var orðin 86 ára og gat séð um sig að öllu leyti, þar til í haust þegar hún veikt­ist og greind­ist með krabba­mein og heila­bil­un.

Elsku mamma, það er skrítið að hugsa til þess að geta ekki hitt þig og átt góðar stund­ir með þér. Það verður tóm­legt að vera í sveit­inni án þín en þú munt lifa í hjört­um okk­ar.

 

Krist­ín Berg­lind og

Val­gerður Jóna Odds­dæt­ur.

 

__________________________________________________________

 

Minningarorð Kristjáns Andra Guðjónssonar

 

Þegar ég kynnt­ist Krist­ínu B. Odds­dótt­ur frá Gili í Dýraf­irði og hitti þá verðandi tengda­for­eldra mína að Gili í nóv­em­ber 1987, ef mig misminn­ir ekki, var það mér mjög kært hve Odd­ur og Ing­unn tóku mér vel.

Á Gili fann ég mjög vel þá góðu strauma er flæddu frá þessu góðu hjón­um er þar bjuggu í frek­ar litlu húsi en með stór hjörtu. Að taka í spil við Odd var mik­il og góð upp­lif­un og að ná að sigra hann, ja, það var ekki auðvelt. Odd­ur féll frá haustið 1998 stuttu eft­ir að við Krist­ín eignuðumst okk­ar fyrsta barn, stúlku sem fædd­ist 1. ág­úst 1998. Því miður fékk afi Odd­ur ekki mikið að kynn­ast henni.

Haustið 1999 flutti Ing­unn svo í kjall­ar­ann til okk­ar Krist­ín­ar og bjó þar til 2014. Það að hafa Ing­unni í kjall­ar­an­um var himna­send­ing fyr­ir unga for­eldra. Við nut­um mik­ill­ar aðstoðar og einnig slíkr­ar visku við upp­eldi barna okk­ar frá Ing­unni að það verður aldrei fullþakkað. Þegar okk­ur Krist­ínu fædd­ust svo tví­bur­ar í fe­brú­ar 2001, pilt og stúlku, var nóg að gera á stóru heim­ili. Eins og and­vöku­næt­ur, þvott­ur og annað kom Ing­unn oft og snúllaði yfir tví­burun­um svo að örþreytt­ir for­eldr­ar gætu hlaðið batte­rí­in. Þegar ég missti bæði móður mína og ömmu mína und­ir jól 1999 má segja að Ing­unn hafi tekið mig und­ir væng sinn og átt stór­an þátt í því að koma mér yfir þann mikla og sára missi. Ég fór oft niður og leitaði ráða með hitt og þetta.

 

Eins og til dæm­is slit­in vinnu­föt eða tölu vantaði á skyrtu, oft með litl­um fyr­ir­vara, og var því oft­ast reddað með það sama. Það er þannig að þegar þeir sem hverfa á braut sem manni eru kær­ir reik­ar hug­ur­inn oft til þeirra góðu minn­inga sem sam­ver­an með viðkom­andi skapaði og ger­ir mann von­andi að betri manni. Þannig virkaði Ing­unn á mig sem ljós­beri hins góða í þess­um heimi. Kona sem sjaldn­ast bað um neitt en vildi allt fyr­ir alla gera.

Börn­in okk­ar Krist­ín­ar munu geta yljað sér við góðar minn­ing­ar um ömmu Ing­unni í kjall­ar­an­um sem og börn Val­gerðar og Sæv­ars. Mest­ur er samt miss­ir Krist­ín­ar og Val­gerðar að móðir þeirra sé nú horf­in á braut. En Ing­unn er nú kom­inn á betri stað og hef­ur sér til halds og trausts Odd og Ægi. Ég votta þeim Krist­ínu, Val­gerði, Sæv­ari og öll­um af­kom­end­um Ing­unn­ar, ætt­ingj­um, vin­um og sveit­ung­um í Dýraf­irði inni­leg­ar samúðarkveðjur.

 

Kristján Andri Guðjóns­son.
 
Morgunblaðið laugardagurinn 30. desember 2ö17.


« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31