A A A
« 1 af 3 »

Það er mikið vatn til sjávar runnið síðan Óskar Jóhannsson, kaupmaður í Sunnubúðinni í Reykjavík, var að alast upp í Bolungarvík á kreppuárunum. Þá var það soðningin sem hélt lífi í fólkinu. Vá fyrir dyrum ef ekki gaf á sjó kannski vikum saman. Þá sendi móðir Óskars hann oft niður á bryggju. „Viljið þið gefa mömmu í soðið,“ sagði hann við sjómennina. Ekkert var sjálfsagðara. Samhjálpin í verki. Þessir karlar þekktu það á eigin skinni þegar ekkert var til að setja í pottinn. 

(Úr bókinni Bernskudagar Bókaútg. Ugla Rvk. 2013)

« Maí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31