30.01.2016 - 08:19 | Hallgrímur Sveinsson
Í Bolungarvík á kreppuárunum: - Óskar Jóhannsson í Sunnubúðinni segir frá: „Viljið þið gefa mömmu í soðið?“
Það er mikið vatn til sjávar runnið síðan Óskar Jóhannsson, kaupmaður í Sunnubúðinni í Reykjavík, var að alast upp í Bolungarvík á kreppuárunum. Þá var það soðningin sem hélt lífi í fólkinu. Vá fyrir dyrum ef ekki gaf á sjó kannski vikum saman. Þá sendi móðir Óskars hann oft niður á bryggju. „Viljið þið gefa mömmu í soðið,“ sagði hann við sjómennina. Ekkert var sjálfsagðara. Samhjálpin í verki. Þessir karlar þekktu það á eigin skinni þegar ekkert var til að setja í pottinn.
(Úr bókinni Bernskudagar Bókaútg. Ugla Rvk. 2013)