A A A
  • 1965 - Björnfríður Fanney Þórðardóttir
  • 1966 - Jónína Kristín Sigurðardóttir
  • 2001 - Jóhanna Gabriela Lecka
17.08.2017 - 06:57 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hverjir eru bestu vinir Íslands?

Tingnes í Þórshöfn þar sem Landsþing Færeyja hefur aðsetur.
Tingnes í Þórshöfn þar sem Landsþing Færeyja hefur aðsetur.
« 1 af 2 »

Bandaríkin hafa oft reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina, enda landið á áhrifasvæði þeirra. Og haukur í horni reyndist Roosevelt forseti okkur þegar við vorum að basla við að stofna lýðveldið. Sama má segja um Breta og fleiri svokallaðar vinaþjóðir okkar.

   Korteri fyrir hrun neituðu Bandaríkin að rétta okkur hjálparhönd yfir hafið með nokkurra dollara lánalínu. Sem voru bara strætópeningar fyrir þá. Og hvað gerðu Bretar. Settu á okkur hryðjuverkalög! Og hinar Norðurlandaþjóðirnar? Kannski áttu þær bara nóg með sig.

   Aftur á móti Færeyingar.

Þeir skröpuðu hverja krónu sem þeir áttu út um allar eyjar og sendu okkur sjö milljarða króna til ráðstöfunar í beinhörðum gjaldeyri. Þetta gerði það að verkum, að sögn kunnugra, að við gátum lifað frá degi til dags.  Greitt til dæmis kortareikninga fyrir mat og allt. Og Grænlendingar? Þeir hefðu örugglega gert það sama og Færeyingar, bara ef þeir hefðu átt nokkurn pening til!  Þetta og fleira í okkar sögu, segir skýrum stöfum að þessir næstu nágrannar okkar eru bestu vinir Íslands, sé litið á heilar þjóðir. Það er ekki margbreyttara en það.

Við eigum að rækta þá vináttu eins vel og við mögulega getum.  


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30