A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
30.08.2016 - 20:29 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Húsfyllir á Flateyri og gleði á gamanmyndahátíðinni

Heiðursverðlaun hátíðarinnar afhent: Ársæll Níelsson, Gísli Halldór Halldórsson, Ágúst Guðmundsson og Eyþór Jóvinsson
Heiðursverðlaun hátíðarinnar afhent: Ársæll Níelsson, Gísli Halldór Halldórsson, Ágúst Guðmundsson og Eyþór Jóvinsson
Gamanmyndahátíð Flateyrar var haldin á helginni við góðar undirtektir.

Fjöldi gesta mætti á hátíðina og tvöfaldaðist íbúafjöldinn á Flateyri, en þar búa nú tæplega 200 manns. Húsfyllir var í samkomuhúsinu þegar ný sing-along útgáfa af hinni ástsælu kvikmynd Ágústs Guðmundssaonar 
Með allt á hreinu var heimsfrumsýnd.

Gríðalega góður rómur var gerður af sýningunni, stanslaust sungið og mikið hlegið. Fyrir sýninguna tók Ágúst Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar á móti viðurkenningu hátíðarinnar fyrir framlag sitt til íslenskrar gamanmyndagerðar. Það var Gísli Halldór Halldórsson bæjastjóri Ísafjarðarbæjar sem afhenti viðurkenninguna.


Á hátíðinni fór fram áhorfendakosning, þar sem kosið var um fyndnustu mynd hátíðarinnar. Heimildamyndin Landsliðið eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson varð hlutskörpust, en hún fjallar um tvö pör og sálfræðing sem skrá sig til leiks í einni virtustu snjóhöggskeppni heims, þrátt fyrir að hafa aldrei gert ísskúlptúr áður. Tvær myndir fylgdu fast á hæla Landsliðsins og fengu verðlaunin, Næstum því fyndnust. Það voru einnig tvær heimildarmyndir, Afi Mannsi og Aukaleikarar. En þær fjalla báðar um afa og ömmu leikstjórana. Jón Bjarki Hjálmarsson leikstýrði myndinni Afi Mannsi, en Emil Alfreð Emilsson myndinni Aukaleikarar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31