A A A
  • 1965 - Björnfríður Fanney Þórðardóttir
  • 1966 - Jónína Kristín Sigurðardóttir
  • 2001 - Jóhanna Gabriela Lecka
28.05.2017 - 20:36 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Hugsað í fjárhúsunum: - Er Ómar Þ. Ragnarsson fjölhæfasti Íslendingur fyrr og síðar?

Ómar Þ. Ragnarsson.
Ómar Þ. Ragnarsson.

Um daginn vorum við að nefna Hemma Gunn. Að hann væri meistari sjónvarpsviðtalsins innanhúss eða í setti sem kallað er. Hitt fer svo varla á milli mála að meistari vettvangsviðtala í íslensku sjónvarpi er auðvitað vinur hans, Ómar Þ. Ragnarsson.

Þessir félagar báðir hafa hitt íslenska þjóðarsál beint í hjartastað. Hvor á sinn hátt, en þó merkilega líkir karakterar að mörgu leyti. Hemmi, sjónvarpsstjarnan, en auk þess ógleymanlegur íþróttamaður. Ómar, frétta-og sjónvarpsstjarnan, en einnig slíkur baráttumaður fyrir Ísland, að vel má kalla einsdæmi.

Er þá ónefndur skemmtikrafturinn Ómar. Þó hann hefði ekkert gert annað um ævina en halda uppi húmornum, hefði það nægt til að skrá nafn hans gullnu letri í þjóðarsögunni. Það merkilega er, að hér er ekkert ofsagt. Frekar vansagt ef eitthvað er!

Ætli megi ekki telja Ómar Þ. Ragnarsson fjölhæfasta Íslending fyrr og síðar?


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30