A A A
  • 1962 - Sonja Elín Thompson
  • 1981 - Jón Ađalsteinsson
Sextán lágu eftir fyrri daginn. Ótrúlegt.
Sextán lágu eftir fyrri daginn. Ótrúlegt.
« 1 af 2 »

Í byrjun október 2012 fóru þeir feðgar Kristján Gunnarsson frá Miðbæ í Haukadal og Hákon sonur hans í eftirleit um miðjan dag. Fóru þeir sem leið liggur úr Haukadal allar götur í Grísavík innan Hrafnabjarga í Lokinhamradal. Þeir voru með hólkana með sér, haglabyssu og riffil, eins og þeir eru vanir er þeir fara um útnesin. Þessi ferð þeirra feðga hefur ekki verið á margra vitorði fram að  þessu. Er því löngu tímabært að segja nánar frá henni.

   Jæja. Sagan segir að þegar þeir komu á Arnarnúpsbakka í Keldudal náðu þeir 6 tófum í einni lotu. Þar var dauð afvelta kind frá Berta í Hólum sem melrakkarnir voru að gæða sér á. Fjórar lágfætur lágu í Svalvogum og á Sléttanesi. Aðrar sex féllu svo vítt og breytt á umræddri leið. Eina tófu misstu þeir. Ekki þarf að nefna að allt fór úr böndunum með eftirleitina.

   Daginn eftir fóru þeir svo aftur að huga að kindum og melrakkanum sem þeir misstu. Er skemmst frá því að segja að frá Sveinseyrarodda í Lokinhamradal féllu 14 tófur og einn minkur. Þetta er með ótrúlegri veiðisögum. Ekki á hverjum degi sem menn fá 30 hlaupatófur á rúmum sólarhring.

„Er þetta satt, Stjáni?“

„Skoðaðu bara myndirnar. Þær ljúga ekki, eða hvað? Svo getur konan vottað þetta. Ekki lýgur hún! Að ógleymdum bræðrum mínum Sigurði Þórarni, gamla hreppstjóranum og Höskuldi Brynjari ásamt Berta í Hólum. Þá rak alla í rogastanz!“

„Er þetta ekki heimsmet?“

„Ekki veit eg svo glöggt um það. Læt sagnfræðingana um slíka hluti.“

„Kannski alla vega Vestfjarðamet?“

„Læt aðra um að dæma það líka.“

„Þið feðgar hafið náttúrlega fengið stórfé í skotlaun hjá Ísafjarðarbæ?“

„Ekki varð ég var við það. Ekki eina einustu krónu. Það eru mörg ár síðan Ísafjarðarbær hætti að greiða fyrir unnar hlaupatófur. Svo eru menn hissa á að tófunni fjölgi!“


« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31