A A A
  • 1996 - Patrekur Ísak Steinarsson
24.05.2015 - 22:06 | Björn Ingi Bjarnason

Hjallastefnan í heimsókn ađ Bollastöđum í Kjós

Ragnar Gunnarsson -Hjallabóndi- á Bollastöđum brosandi í hjallinum góđa.
Ragnar Gunnarsson -Hjallabóndi- á Bollastöđum brosandi í hjallinum góđa.
« 1 af 6 »

Í gær, laugardaginn 23. maí 2015 – á aðfangadegi hvítasunnu- fór sendinefnd frá Hjallastefnunni á Eyrarbakka í opinbera heimsókn að Bollastöðum í Kjós.

Erindið var að veita ábúendum að Bollastöðum þeim Ragnari Gunnarssyni frá Þingeyri og Unni Sigfúsdóttur viðurkenningu Hjallasefnunnar.

Viðurkenninguna fá þau fyrir –Frumkvæði og hæfni með framkvæmdagleði í anda Hjallastefnunnar  sem byggir á þjóðlegri stefnumótun-

Ragnar og Unnur byggðu fyrir nokkru veglegan og dæmigerðan þurrkhjall á Bollastöðum sem mikið hefur verið notaður og Hjallastefnan hefur fylgst með framferði ábúenda af aðdáun.

Verðlaunin voru fjórar spyrður af hálfsignum þorski sem forverkaður var af Hjallastefnunni á Eyrarbakka en fær nú fullnaðarverkun í Hjallinum góða á Bollastöðum og hátíðarborðun þegar þar að kemur.

Viðurkenningin var veitt með mjög formlegum og virðulegum hætti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þetta er fyrsta viðurkenning -Hjallastefnunnar hinnar nýju á Eyrarbakka- sem vekur mikla athygli og ánægju gesta og gangandi á Eyrarbakka og er sérlega mikið mynduð af útlendingum.  

Myndalabúm er komið hér:
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/

 

Björn Ingi Bjarnason.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31