A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
19.06.2017 - 06:56 | Vestfirska forlagið,Júlía B. Björnsdóttir,Björn Ingi Bjarnason

Herðubreið – drottning íslenskra fjalla í þjóðhátíðarbúningi

Fjallið Herðubreið þann 17. júní 2017. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.
Fjallið Herðubreið þann 17. júní 2017. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.
« 1 af 2 »

HERÐUBREIÐ er þjóðarfjallið í huga flestra Íslendinga ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var á árinu 2002.

Vel á þriðja þúsund manns þátt í könnuninni sem fór fram á Netinu. Flestir eða 48% töldu Herðubreið vera þjóðarfjallið, 16% nefndu Heklu og 13% Snæfellsjökul en alls voru nefnd 75 fjöll.

Herðubreið er 1682 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur.

Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraunlögum að ofan, kallast stapar.

Herðubreið, drottning íslenskra fjalla, skartaði sínu fegursta á þjóðhátíðardeginum, 17. júní sl. og heiðraði þannig minningu Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Á myndum Júlíu B. Björnsdóttur má sjá  að sá sem öllum skreytingum í nátturunni ræður hefur fært Herðubreið í umgjörð skautbúnings og þannig jafnað fjallkonur á samkomum í byggðum Íslands.



« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30