A A A
29.08.2013 - 18:38 | bb.is,BIB

Hemmi Gunn í ağalhlutverki nırrar bókar

Hemmi Gunn átti vinum ağ mæta á ættarslóğum fyrir vestan.
Hemmi Gunn átti vinum ağ mæta á ættarslóğum fyrir vestan.
« 1 af 2 »
Annað hefti í nýjum flokki ritraðarinnar Mannlíf og saga fyrir vestan, kemur út um helgina. Það er Vestfirska forlagið sem gefur ritröðina út. Í fyrsta hefti ritraðarinnar voru 20 bækur. Í nýjasta heftinu er Hermann heitinn Gunnarsson, eða Hemmi Gunn, aðal söguhetjan. „Hann dvaldi mikið hér fyrir vestan eins og mörgum er kunnugt. Enda átti hann vinum að mæta á ættarslóðum, með fóstru sína í fararbroddi. Að öðru leyti er þetta hefti stútfullt af allskonar efni. Bæði af léttara og alvarlegra tagi. Sem sagt: Vestfirðingar í blíðu og stríðu, lífs og liðnir,“ segir í bókalýsingu. 

Hallgrímur Sveinsson hjá forlaginu segir mikið í gangi hjá þeim þessa dagana og að sjálfsögðu verði forlagið með í jólabókaflóðinu sem ekki er langt í. 

„Við erum með nokkrar bækur í farvatninu og hafa sumar þeirra ekki hlotið endanlegt nafn. Það má líka búast við því að það eigi eftir að bætast við listann. Fyrir utan Mannlíf og saga fyrir vestan sem er að koma út núna um helgina má nefna Sögur af Ásu, barnabók eftir Jón Hjartarson, fyrrum fræðslustjóra. Þá má nefna Frásagnir úr Breiðafjarðareyjum eftir Jóhannes Gíslason bónda í Skáleyjum. Við gefum líka út Það góða sem við viljum, eftir Ingmar Bergman, en þar er um að ræða sögu af foreldrum Bergmans, byggð upp eins og kvikmyndahandrit. Svo má ekki gleyma Mishlýjar örsögur að vestan, sem Hlynur Þór Magnússon tekur saman og eru þetta að sjálfsögðu sannar lygasögur af slóðum Breiðafjarðar. Og nú hef ég aðeins talið upp nokkrar af þeim bókum sem eru í vinnslu. 

Fyrir utan það sem ég er búinn að nefna, ætlar forlagið gefa út leynivopn sitt þegar á líður, en frá því er ekki hægt að skýra nánar að sinni. Nema, að þar munu koma við sögu tveir þjóðþekktir menn. Meira segjum við ekki!“ segir Hallgrímur. 
« Júní »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30