A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir

Frumteikningar af hitaveitu Auðkúluhrepps í bígerð


Þau ánægjulegu tíðindi urðu í fyrrinótt um hálf fjögur leytið, að heitt vatn spratt fram í Dýrafjarðargöngum. Nánar tiltekið var það á svipuðum stað og vötnum hallar í göngunum, þó að mestu leyti Auðkúluhreppsmegin. Enda eru göngin að verulegu leyti Arnarfjarðarmegin í fjallinu sem kunnugt er. Vatnið er um 70 gráðu heitt á Celsíus. Segja þeir hjá Vesturverki að rennslið sé um 50 sekúndulítrar. Verður það að teljast mjög ákjósanlegt, bæði hiti og rennsli. Rennur þessi heiti straumur út Rauðsstaðamegin alveg undir kontról, við mikinn fögnuð íbúa í Auðkúluhreppi.

    Á sínum tíma var samið um að ef upp kæmi heitt vatn í göngunum, mundi það tilheyra Auðkúluhreppi og er það liður í byggðamálum. Nokkrir dropar af vatninu renna út Dýrafjarðarmegin. Er það í athugun hjá hreppsnefnd Auðkúluhrepps að láta nágrannana njóta góðs af því. Enda gott samkomulag milli fjarðanna.

Það var einmitt haldinn fundur í hreppsnefnd Auðkúluhrepps í morgun og var þessu tíðindum fagnað mjög. Gefur þetta byr undir uppbyggingu þá í hreppnum sem tilkynnt var um í fyrra. Lagt var upp með að byggja lúxus íbúðarhús, til dæmis á Karlsstöðum og Hjallkárseyri og víðar reyndar. Einnig hús fyrir venjulegt fólk. Þegar nú hillir undir hitaveituna, sem löngu er ákveðin, má búast við að Auðkúluhreppur byggist aftur. Sama má segja um Þingeyrarhrepp, en þar hefur byggð einnig verið á fallanda fæti eins og allir kunnugir vita. Samþykkt var í hreppsnefndinni að veita 100 þúsund kr. styrk til að láta gera frumteikningar af Hitaveitu Auðkúluhrepps. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31