A A A
03.05.2015 - 20:47 | Hallgrmur Sveinsson

Harmonikufjr ingeyri gr

Gulli Magg og Stjni  Mib skiptast  skounum. Skal ekki umruefni vera harmonikan? Ljsm.: H.S.
Gulli Magg og Stjni Mib skiptast skounum. Skal ekki umruefni vera harmonikan? Ljsm.: H.S.
« 1 af 4 »

Dagur harmonikunnar var haldinn hátíðlegur um land allt í gær, 2. maí 2015. 

Svo var einnig í Félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikukarlarnir, Lóa og Líni héldu upp stanslausu fjöri ásamt Eddu Arnholtz söngvara sínum. Inn á milli spiluðu gestaspilarar frá Ísafirði með Villa Valla í fararbroddi. Þeir láta sig aldrei vanta þegar ljúfir tónar eru annars vegar.

Félagsheimilið var smekkfullt af gestum og komu margir frá Flateyri og Ísafirði og byggðunum þar í kring.  Og sumir komu bara alla leið frá Bolungarvík.

Kvenfélagið Von hélt upp kaffiveitingum af sinni alkunnu snilld. Svo var auðvitað dansað að vanda. Guðmundur Ingvarsson stjórnaði að sjálfsögðu öllu heila gillinu eins og hann er vanur.

   Því miður voru allar myndir af harmonikuleikurum og öðrum sem tróðu upp ónýtar hjá mér. Við verðum auðvitað að bæta úr því þó seinna verði. Kannski einhver eigi myndir teknar í gær til að senda okkur?

Hallgr. Sveinsson jons@snerpa.is

« Febrar »
S M M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29