A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
24.05.2015 - 19:50 | Hallgrímur Sveinsson

Hann kallaði mig ref!

Jón Þorsteinn Sigurðsson.
Jón Þorsteinn Sigurðsson.

Það var hér á árunum er þeir unnu saman í Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga Nonni rebbi og Kristján Sigurjónsson frá Sveinseyri.
Þá var það einn morguninn að Rebbi var kallaður í símann, sem ekki var nú daglegt brauð í þá daga.
Þegar hann kom til baka hafði hann sett dreyrrauðan og var ákaflega niðurdreginn. Þessu tók Stjáni rauði eftir og spurði vin sinn hvort eitthvað væri að.

   Þá kom upp úr dúrnum að þetta hafði verið kaupmaður einhversstaðar úti á landi. Hafði hann verið að skammast út af harðfisk sem Nonni rebbi hafði sent honum til sölu.

   „Hann kallaði mig ref, helvítis maðurinn.“

   „Nú. Ertu ekki refur?“

   „Jú, það getur verið hérna í heimahéraði. En það er svolítið annað svona útífrá.“  

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30