A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
09.12.2015 - 07:21 | Hallgrímur Sveinsson

Haldið til haga: - Vestfirsk viðurnefni

Kristinn H. Gunnarsson - Kiddi sleggja.
Kristinn H. Gunnarsson - Kiddi sleggja.

Ekki er ofsögum sagt af því hvað Vestfirðingar eru duglegir og áhugasamir að bæta viðurnefnum við nöfn náungans og kennir þar margra grasa. Eiginlega kom þetta strax með landnámsmönnunum. Í þeirri sveit hafði annar hver maður viðurnefni. Skulu nú nefnd nokkur dæmi um vestfirsk viðurnefni á 20. öld.

 

Sigurður Samsonarson, næturvörður á Ísafirði = Siggi á hjólbörunum.

Ari Hólmbergsson =Ari steinbítskjaftur.

Magnús Torfason, sýslumaður á Ísafirði = Magnús torfuskalli.

Finnbogi Pétursson, Litla-Bæ í Djúpi = Finnbogi tófusprengur.

Gunnlaugur Finnbogason, Ísafirði = Gulli á peysunni.

Kristinn H. Gunnarsson = Kiddi sleggja eða kommi.

Lárus Jón Lárusson, Borðeyri = Nonni pakk.

Óli Jóhannesson, Skarði í Ögursveit = Óli stingur.

Kjartan Brynjólfsson = Daddi brasi.

Sigurður Ólafsson = Freysi toll.

Kristján Þórarinsson á Þingeyri = Stjáni skand.

Hjalti Guðröðsson frá Kálfavík = Hjalti kálfur.

Þorbjörn Steingrímsson frá Garðsstöðum = Bjössi skrúfa.

Guðmundur Ólafsson frá Garðsstöðum = Gummi klipp.

Guðmundur Halldórsson, Bolungarvík = Gummi golli.

Guðmundur snemmbæri = Gummi snemmi á Flateyri 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31