A A A
  • 1938 - Gušrśn Steinžórsdóttir
  • 1973 - KRISTA SILDOJA
  • 1983 - Hjalmar S. Svenna
15.11.2016 - 19:37 | Vestfirska forlagiš,Reykhólavefurinn

Hagyršingakvöld 17. nóv. 2016– fyrripartar til aš botna

Einn hagyršinganna veršur Sunnlendingurinn Hjörtur Žórarinsson frį Reykhólum. Hann er hér meš bók Vestfisrka forlagsins -Žar minnast fjöll og firšir- sem kom śt įriš 2012.
Einn hagyršinganna veršur Sunnlendingurinn Hjörtur Žórarinsson frį Reykhólum. Hann er hér meš bók Vestfisrka forlagsins -Žar minnast fjöll og firšir- sem kom śt įriš 2012.

Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið eiga að þessu sinni eins og undanfarin ár samvinnu um breiðfirskt hagyrðingakvöld, sem verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen á fimmtudagskvöld, 17. nóvember 2016, og hefst kl. 20. Hagyrðingar kvöldsins verða Einar Óskarsson, Hjörtur Þórarinsson, Hlíf Kristjánsdóttir, Jóhannes Geir Gíslason, Ólína Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Þóra Ragnarsdóttir (hugsanlega fleiri). Auk þess mun Guðmundur Arnfinnsson senda vísur. Stjórnandi verður Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

 

Miðaverð er þúsundkall, kaffi og meðlæti innifalið. Reyndar má segja að þetta sé afmæliskaffi öðrum þræði, því að Breiðfirðingafélagið var stofnað 17. nóvember 1938 og verður þannig 78 ára þennan dag.

 

Hagyrðingarnir munu sem endranær spreyta sig á margvíslegum viðfangsefnum sem lögð eru fyrir þá. Fáein dæmi: 

  • Við kusum okkar nýjan forseta í vor, sem á ættir að rekja vestur til Patreksfjarðar. Við hljótum því að vera ánægð með hann? Er það ekki? Hann á allavega skrautlega sokka og hjólar með börnin á leikskólann. Er það ekki einmitt þannig sem við viljum hafa forseta?
  • Það var mikið í fjör í kringum flokksþing Framsóknarflokksins og ótrúlegasta fólk fylgdist spennt með baráttu Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Það endaði með því að Sigmundur var felldur. Var það rétt ákvörðun Framsóknarmanna? Hvað hefði verið best í stöðunni?
  • Það er ýmislegt gert til að veiða atkvæði. Sjálfstæðismenn settu myndband á vefinn af formanni sínum, Bjarna Ben, að skreyta tertu sem konan hans hafði reyndar bakað.
  • Á Alþingi Íslendinga kippti enginn sér upp við að Unnur Brá Konráðsdóttir mætti í pontu með barn á brjósti. Úti í hinum stóra heimi varð allt vitlaust enda brjóstagjöf víða talin einkamál sem ekki eigi heima á almannafæri. Hvað finnst þér?
  • Græðgi getur sýnt sig á ýmsum sviðum. Er einhver græðgi góð? Hvaða græðgi er verst?
  • Sjónvarpið varð 50 ára á árinu, það hefur líklega ekki farið framhjá neinum. Hver er þín besta minning úr sjónvarpinu?
  • Hvernig er best að eldast?

Jafnframt leggur Aðalheiður Hallgrímsdóttir fram fyrriparta til að botna, bæði fyrir hagyrðingana á sviðinu og fyrir gesti í salnum svo og fjarstadda. Þeir fara hér á eftir, og hagmælt fólk sem slær brúklega botna í kvartelin en verður ekki á staðnum getur sent þá til Ólínu Kristínar í tæka tíð.

 

1.

Hvað er það besta sem guð hefur gert,

gætir þú sagt mér það núna?

 

2.

Sumarið var sæluríkt,

sól og eintóm blíða.

 

3.

Ýmsir flækingsfuglar koma

fljúgandi frá ýmsum löndum.

 

4.

Hagyrðinga að hlusta á

er heldur gaman.

 

5.

Upp til dala, út við sjó,

ýmsir glaðir una.

 

6.

Heilög jólin höldum senn

og hangiketið étum.

 

7.

Árin líða ósköp hratt,

ættum því að doka við.

 

8.

Hvað er það sem hugann helst

heillar þessa daga?

 

Komaso!


« Mars »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31