A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
23.02.2017 - 17:08 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

HALDA MERKI NÚPSSKÓLA Á LOFTI

Hljómsveitin Rassar
Hljómsveitin Rassar

Þremenningunum í skólahljómsveitinni Rössum er mikið í mun að merki þeirra gamla skóla, Núpsskóla, sé haldið á lofti. Rassar eru mættir vestur á firði og ætla að skemmta Ísfirðingum og nærsveitungum. Hljómsveitin var stofnuð á Núpí í Dýrafirði veturinn 1969 og þá eins og nú eru í hljómsveitinni þeir Rúnar Þór Pétursson, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson. „Við komum reglulega saman til að fagna vinskapnum og förum vestur til að halda uppi tengslum okkar við Núpsskóla og reynum af veikum mætti að halda uppi merkjum skólans,“ segir Egill.

Aðspurður segja þeir að vistin í skólanum hafi verið þeim góð. „Þetta var betrunarvist fyrir okkur alla. Sumir bera skólanum ekki sömu söguna, en fyrir okkur var þetta góða tími,“ segir Rúnar Þór.

Gamla skólahúsið á Núpi er illar farið og Egill segir að með því að koma saman og spila og segja gamlar sögur frá Núpi, sé möguleiki að ýta við fólki um að varðveita bygginguna. „Um leið og við minnum okkur sjálfa á við erum skuldbundnir þessari gömlu menntastofnun þá getum við kannski fengið fleiri með okkur í lið.“

Í haust fór Benedikt Helgi, trommari Rassa, með fríðum hópi manna og negldi fyrir glugga á gamla skólahúsinu. „Það virðist enginn vera að hugsa um húsið og ég fékk Fasteignir ríkisins til að greiða útlagðan kostnað við þetta. En til framtíðar verður að finna húsinu hlutverk,“ segir Benedikt. Aðspurður hvaða hlutverk það gæti verið segir Egill að til dæmis mætti hugsa sér safn um sögu héraðsskólanna, enda eru þeir ákaflega merkilegur kafli í sögu þjóðarinnar.

Rassar spila á Húsinu á Ísafirði í kvöld og annað kvöld og lofa ljúfum tónum úr gamla Rassaprógrammi auk þess sem þeir reyna að hafa þetta á léttu nótunum og bæta við hugrenningum og gamanasögum.

„Við tökum okkur góðan tíma þegar við komum vestur. Keyrðum að sunnan í gær og erum í góðu yfirlæti hjá Dóra og fáum efri hæðina á Húsinu, alveg eins og Led Zeppelin, þeir tóku alltaf heila hæð undir sig,“ segir Rúnar.



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31