A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
06.05.2017 - 08:07 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Gunnar Sigurðsson - Fæddur 6. maí 1931 - Dáinn 24. apríl 2017 - Minning

Gunnar Sigurðsson ( 1931 - 2017).
Gunnar Sigurðsson ( 1931 - 2017).
Gunn­ar Sig­urðsson í Hlíð á Þing­eyri fædd­ist í Innri-Lamba­dal í Dýraf­irði 6. maí 1931. Hann lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eyri á Ísaf­irði 24. apríl 2017.

For­eldr­ar Gunn­ars voru Sig­urður Jóns­son, f. 10. júlí 1888, d. 11. mars 1941, frá Næfra­nesi við Dýra­fjörð, og Mar­grét Arn­finns­dótt­ir, f. 21. júní 1895, d. 14. janú­ar 1969, frá Lamba­dal við Dýra­fjörð. Gunn­ar var átt­unda barn for­eldra sinna en þau eignuðust níu börn. Systkini Gunn­ars voru: Sig­ur­laug, f. 11.1. 1914, d. 17.4. 2000, Lilja, f. 1.5. 1915, d. 6.11. 2007, Sig­urður Pjet­ur, f. 23.3. 1918, d. 9.4. 1945, Jón Þor­steinn, f. 22.1. 1920, d. 4.5. 2015, Arn­fríður Kristí­ana, f. 30.7. 1923, d. 5.4. 1999, Ein­ar Garðar, f. 23.7. 1927, d. 19.4. 1990, Jó­hann Sig­ur­líni, f. 8.7. 1928, Guðmund­ur Þ., f. 3.3. 1934, d. 29.10. 2002.

Gunn­ar ólst upp í Innri-Lamba­dal til sjö ára ald­urs er for­eldr­ar hans fluttu í Neðsta-Hvamm við Dýra­fjörð árið 1938.

Gunn­ar kvænt­ist Jó­hönnu Jóns­dótt­ur, f. 22. apríl 1936, frá Vind­heim­um við Tálkna­fjörð árið 1954 og eignuðust þau tvo syni:

1) Hrafn Ingvar, f. 2. októ­ber 1950. Börn Ingvars eru: a) Hrafn­hild­ur, b) Gunn­ar Páll, c) Ólöf Jó­hanna. Dótt­ir Ólaf­ar er Saga Ólöf.

2) Ein­ar Al­bert, f. 23. janú­ar 1967, maki hans er Su­nee Phot­hiya.

Gunn­ar sótti nám í Bænda­skól­an­um á Hvann­eyri í kring­um árið 1950 þar sem hann lærði m.a. á jarðýtu og starfaði eft­ir það um nokk­urra ára skeið hjá Rækt­un­ar­sam­bandi Vest­ur-Ísa­fjarðar­sýslu við að slétta tún hjá bænd­um og mokst­ur á Hrafns­eyr­ar­heiði, auk vega­vinnu. Síðar nam hann Tré­smíði í Iðnskól­an­um á Pat­reks­firði og lauk þaðan meist­ara­prófi árið 1967. Gunn­ar var alla tíð sjálf­stætt starf­andi tré­smiður og kom að bygg­ingu mann­virkja víða um Vest­f­irði. Hann rak verk­stæði á Þing­eyri til margra ára auk versl­un­ar, en frá ár­inu 1984 rak hann ein­göngu versl­un allt til árs­ins 2004 er hann lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir.

 

Útför Gunn­ars verður gerð frá Þing­eyr­ar­kirkju í dag, 6. maí 2017, klukk­an 14.

 

_________________________________________________________________________

 

Minningarorð Önnu Guðmunds

 

Með nokkr­um orðum lang­ar mig að minn­ast Gunn­ars, föður­bróður míns og besta vin­ar föður míns heit­ins. Nú á af­mæl­is­degi Gunn­ars er kveðju­stund­in í hinni fal­legu Þing­eyr­ar­kirkju sem hann þekkti vel. Þar hafði hann starfað lengi sem meðhjálp­ari áður fyrr.

Lífs­föru­naut­ur hans er Jó­hanna M. Jóns­dótt­ir og bjuggu þau sér og son­um sín­um fal­legt heim­ili í hús­inu Hlíð á Þing­eyri.

Tré­smíði varð Gunn­ars fag, lærði við Iðnskól­ann á Pat­reks­firði og rak síðar eigið smíðafyr­ir­tæki með þó nokk­ur um­svif. Gunn­ar og Jó­hanna sneru sér síðar að versl­un­ar­rekstri og ráku versl­un í mörg ár.

Þau hjón­in gættu mín í kring­um fæðingu ann­ars bræðra minna, má segja að þá hafi mynd­ast sterk tengsl sem varað hafa æ síðan. Á hverju sumri þegar Hrafns­eyr­ar­heiðin opnaðist lá leið okk­ar fjöl­skyld­unn­ar í fyrstu af nokkr­um heim­sókn­um sum­ars­ins frá Pat­reks­firði til Dýra­fjarðar. Það var góð til­finn­ing þegar komið var upp á heiði að sjá Dýra­fjörðinn birt­ast í allri sinni dýrð eft­ir, að okk­ur fannst þá, svo langa ferð og þegar neðar var komið, að sjá yfir að Fremstu­hús­um þar sem móður­syst­ir okk­ar bjó, inn að Neðsta-Hvammi og svo að Hlíð. Þetta voru punkt­arn­ir.

Dýra­fjörður­inn varð sveit­in okk­ar eldri systkin­anna Sig­urðar Pét­urs og mín. Ég var í stutt­an tíma á sumr­in í Hlíð en hann var hins veg­ar í lengri sum­ar­dvöl í Neðsta-Hvammi hjá föður­bræðrum okk­ar, Garðari og Jó­hanni. Þess­ir Dýra­fjarðardag­ar okk­ar systkin­anna eru ógleym­an­leg­ir og auðvitað eru tengsl­in við frænd­fólkið stærsti þátt­ur­inn.

Gunn­ar var frænd­ræk­inn fjöl­skyldumaður. Við heyrðumst oft í síma. Skipt­umst á frétt­um af fólk­inu okk­ar, hann fylgd­ist vel með og sýndi því áhuga sem við vor­um var að fást við. Þetta voru oft hin skemmti­leg­ustu sím­töl. Lands- og bæj­ar­mál fengu sinn skerf, skoðan­irn­ar oft æði sterk­ar.

Á vor­in var opn­un Hrafns­eyr­ar­heiðar­inn­ar fast umræðuefni. Hann sagði mér frá hvernig nafna hans frá Ket­ils­eyri miðaði við opn­un heiðar­inn­ar en marg­ir þekkja mik­il­vægt fram­lag hans til þess erfiða verks og aðdáun frænda míns leyndi sér ekki.

Gunn­ar og Jó­hanna voru sam­hent og mikl­ir fé­lag­ar, bæði höfðingj­ar heim að sækja. Ég minn­ist mik­ils gesta­gangs og Jó­hanna töfraði fyr­ir­hafn­ar­laust fram veislu­borð. Eft­ir að versl­un­in þeirra kom til breytt­ist lands­lag heim­sókn­anna aðeins og oft var komið við í búðinni. Ekk­ert var slegið af í mót­tök­un­um og börn­in frá Pat­reks­firði fengu „malaðan ís“ eins og við köll­um ís í brauði og fleira gotte­rí. Frændi var sér­lega barn­góður og nutu börn­in mín þess. Gott sam­band skapaðist á milli hans og son­ar míns Guðmund­ar Viðars og skemmti­leg til­vilj­un er að hann á son sem fædd­ur er á af­mæl­is­degi Gunn­ars.

Gæska, gleði og at­hafna­semi er það sem er ein­kenn­andi þegar ég minn­ist þessa ein­staka og ljúfa frænda.

Ég votta Jó­hönnu, son­un­um Hrafni Ingvari, Ein­ari Al­berti og fjöl­skyld­um þeirra samúð mína og kveð góðan frænda með kveðjunni sem hann lauk sím­töl­um okk­ar oft­ast með.

Hjart­ans kveðja og Guð geymi þig.

 

Anna Guðmunds.

__________________________________________________________________________

Minningarorð Guðmundar Jóelssonar
 
Árið er 1979 og það er haust. Ég hafði nokkru áður hafið rekst­ur end­ur­skoðun­ar­skrif­stofu minn­ar í Kópa­vogi þegar mér barst, fyr­ir milli­göngu góðs vin­ar, mjög sér­stök beiðni um hvort ég hefði tök á að skreppa vest­ur á Þing­eyri. Til­gang­ur ferðar­inn­ar væri að aðstoða frænda hans, kaup­mann­inn á staðnum, við að koma bók­halds­mál­um sín­um í viðun­andi horf. Kaupmaður­inn hafði áður verið um­svifa­mik­ill bygg­inga­meist­ari þar í bæ en hafði nú snúið sér al­farið að versl­un í sam­keppni við kaup­fé­lagið á staðnum – við tak­markaðar vin­sæld­ir kaup­fé­lags­manna. Bók­haldsþjón­usta var víða af skorn­um skammti úti á landi á þess­um tíma og „skatt­ur­inn“ gaf eng­an af­slátt af því að hafa slíka hluti í lagi. Skömmu síðar var ég á leið með Fokk­ern­um á Þing­eyr­arflug­völl.

 

Þannig var upp­hafið að kynn­um mín­um af heiðurs­hjón­un­um Gunn­ari og Jó­hönnu í Hlíð á Þing­eyri. Mér var tekið með kost­um og kynj­um af þeim hjón­um strax í upp­hafi og dvöl­in varð hin ánægju­leg­asta. Eft­ir verklok kvaddi ég þau hjón og hélt til míns heima.

Sum­arið á eft­ir átt­um við hjón­in ásamt tveggja ára dótt­ur okk­ar leið til Ísa­fjarðar í heim­sókn til ætt­ingja og ákváðum að banka upp á í Hlíð í leiðinni. Mót­tök­urn­ar voru ein­stak­ar og dótt­ir­in eignaðist þarna skyndi­lega „auka­sett“ af ömmu og afa og sama átti eft­ir að ger­ast með syst­ur henn­ar tvær, sem síðar komu til sög­unn­ar. Sú yngsta átti meira að segja eft­ir að dvelja hjá þeim um skeið sem „búðardama“ nokkr­um sinn­um. Í ár­leg­um ferðum okk­ar til Ísa­fjarðar næstu árin var æv­in­lega sjálfsagt að staldra við hjá ömmu og afa á Þing­eyri og njóta sam­vista við þau. Ein­stak­ar ánægju­stund­ir sem lifa í minn­ing­unni og fyr­ir slíkt ber að þakka.

At­vik­in höguðu því svo að sá er þetta rit­ar átti síðan, um næst­um tveggja ára­tuga skeið, vinnu­tengd er­indi til Þing­eyr­ar. Í þeim ferðum var æv­in­lega staldrað við hjá kaup­manns­hjón­un­um þótt kaup­fé­lagið væri oft­ast megin­á­stæða ferðar­inn­ar. Það þótti nokkuð sér­stakt að ég skyldi sinna þess­um and­stæðu pól­um versl­un­ar­inn­ar á staðnum en var í reynd mjög auðvelt þar sem ein­stakt sóma­fólk var að finna á báðum stöðum.

Að heilsa upp á og hlýða á sögu­mann­inn Gunn­ar var síðan sér­stök upp­lif­un út af fyr­ir sig. Frá­sagn­arsnilld hans var rómuð. „Meist­ar­inn í Hlíð“ hafði ein­arðar skoðanir á mönn­um og mál­efn­um og lá ekki á þeim. Bar­átta hans var gjarn­an ekki átaka­laus og friðsam­leg niðurstaða var ekk­ert endi­lega sjálf­sögð, ef sam­viska hans sagði hon­um annað.

Síðustu árin urðu vini okk­ar heilsu­fars­lega erfið þegar teng­ing­in við um­hverfið dofnaði jafnt og þétt. Engu að síður var æv­in­lega að finna sömu nota­leg­heit­in og vel­vilj­ann þegar við átt­um leið hjá og stöldruðum við í Hlíð. Það eru hrein for­rétt­indi að hafa átt og notið vináttu þeirra hjóna og fjöl­skyldu þeirra og fyr­ir það erum við hjón­in og dæt­ur okk­ar æv­in­lega þakk­lát.

Jó­hönnu vin­konu okk­ar ósk­um við allr­ar bless­un­ar og von­um að góðar minn­ing­ar megi lýsa henni til­ver­una.

Blessuð sé minn­ing Gunn­ars Sig­urðsson­ar.

 

Guðmund­ur Jó­els­son.
 
 
Morgunblaðið laugardaginn 6. maí 2017.
 
 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31