A A A
  • 1975 - Şuríğur Steinarsdóttir
  • 1991 - var golfklúbburinn Gláma stofnağur
25.10.2017 - 19:49 | Vestfirska forlagiğ,Morgunblağiğ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Guğmundur Eggertsson - Fæddur 29. jan. 1928 - Dáinn 16. okt. 2017 - Minning

Guğmundur Eggertsson (1928 - 2017).
Guğmundur Eggertsson (1928 - 2017).
Guðmund­ur Eggerts­son fædd­ist að Sæ­bóli í Hauka­dal í Dýraf­irði 29. janú­ar 1928. Hann lést 16. októ­ber 2017 á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skóg­ar­bæ í Reykja­vík.

Guðmund­ur var son­ur hjón­anna Eggerts Guðmunds­son­ar, f. 10.1. 1883, d. 14.5. 1966, og Guðríðar Gests­dótt­ur, f. 11.9. 1897, d. 13.1. 1993.

Systkini hans eru Jón Þor­berg f. 7.10. 1922, Andrés Magnús, f. 20.10. 1929, og Her­dís, f. 5.9. 1932, d. 23.9. 2001.

31.desember 1955 gift­ist Guðmund­ur Idu El­viru Óskars­dótt­ur, f. 4.7. 1932, d. 26.4. 2001. Ida var yngsta barn hjón­anna Óskars Vil­helms Ols­bo, f. 4.4. 1870, d. 1.5. 1963, og El­viru Henriettu Ols­bo, f. 5.4. 1893, d. 18.1. 1966.

Börn Idu og Guðmund­ar eru:
1) Óskar Vil­helm, f. 16.12. 1956, d. 7.2. 1985 af slys­för­um, var kvænt­ur Önnu Kjart­ans­dótt­ur, og eignuðust þau tvo syni; Birgi Vil­helm Óskars­son, f. 3.3. 1982, og Auðberg Þór Óskars­son, f. 25.3. 1984.
2) Eggert, húsa­smíðameist­ari og verktaki, f. 2.4. 1959, kvænt­ur Lilju Guðmunds­dótt­ur og eiga þau fjög­ur börn, Kol­brúnu Dögg, f. 5.10. 1980, Sól­rúnu Tinnu, f. 20.11. 1982, Guðmund, f. 23.6. 1984, og Þuríði Elvu, f. 1.7. 1994.
3) Guðmund­ur Pét­ur, gegn­ir stöðu lög­reglu­full­trúa og af­brota­fræðing­ur að mennt, f. 9.3. 1962, kvænt­ur Elísa­betu Helgu Pálma­dótt­ur, upp­eld­is- og fjöl­skyldu­fræðingi, og eiga þau fimm börn, Kar­enu Ósk, f. 24.4. 1985, Pálma, f. 13.8. 1986, Lindu Björk, f. 31.5. 1990, Vil­helm, f. 14.1. 1994, og Rakel Sól, f. 20.3.2002.
4) Andrés, kraftamaður og móts­hald­ari, f. 17.4. 1965, kvænt­ur Láru Berg­lindi Helga­dótt­ur skrif­stofu­stjóra og eiga þau þrjá syni, Axel Óskar, f. 27.1. 1998, Jök­ul, f. 25.8.2001, og Örn, f. 24.9.2004
5) Rafn Hilm­ar, aðal­varðstjóri í lög­regl­unni og af­brota­fræðing­ur að mennt, f. 30.12. 1973, kvænt­ur Heiðu Rafns­dótt­ur, f. 20.9.1974, og eiga þau tvö börn, Óskar f. 5.4. 2006, og Þór­dísi, f. 27.12. 2007.
6) Guðrún El­víra, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, f. 10.10. 1976, gift Hilm­ari Þór Sæv­ars­syni, iðnrekstr­ar­fræðingi að mennt og fram­kvæmda­stjóra, og eiga þau þrjár dæt­ur, Idu Maríu, f. 13.6. 2002, Em­ilíönu f. 1.11. 2004, og Vikt­oríu Lind, f. 1.11. 2004, d. 4.5. 2010.

Barna­barna­börn­in eru orðin tólf tals­ins, og eitt á leiðinni.

Guðmund­ur ólst upp í Hauka­dal í Dýraf­irði en flutt­ist ung­ur suður til Reykja­vík­ur og stofnaði þar heim­ili ásamt eig­in­konu sinni Ídu. Eft­ir nokk­ur ár við sjó­mennsku fór hann í Stýri­manna­skól­ann, hann út­skrifaðist þaðan árið 1951 og hélt áfram sjó­mennsku þar til hann fór í lög­reglu­skóla Rík­is­ins þaðan sem hann út­skrifaðist 1956. Hann starfaði sem lög­reglumaður í Reykja­vík til árs­ins 1964 og síðan sem verk­stjóri í Slippn­um þar til 1972 er fjöl­skyld­an flutti í Tungu í Gaul­verja­bæj­ar­hreppi. Hann stundaði bú­skap og vann í lög­regl­unni á Sel­fossi sam­hliða. Guðmund­ur bjó síðar á Sel­fossi, í Mos­fells­bæ og nú síðast á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skóg­ar­bæ í Reykja­vík.

Útför Guðmund­ar fór fram frá Guðríðar­kirkju í dag miðvikudaginn 25. októ­ber 2017.

________________________________________________________________________

 

Minningarorð Eggerts Guðmundssonar og Lilju Guðmundsdóttur

 

Þá hef­ur hann kvatt okk­ur hann pabbi og tengdapabbi í þessu lífi. Fyr­ir mér eru það for­rétt­indi að hafa fengið hann sem pabba. Góðhjartaður, traust­ur og dreng­lynd­ur, og dugnaður fram úr hófi en þetta voru eig­in­leik­ar sem að ein­kenndu þenn­an góða mann. Með þetta í fartesk­inu greypt í hjarta mitt held ég ótrauður óhrædd­ur minn lífs­veg, og held hans góðu gild­um á lofti til niðja minna.

Ég minn­ist hans úr æsku, hann gaf sér alltaf tíma til að leika við okk­ur, eft­ir vinnu úr slippn­um, þá voru öll hús­gögn færð til og gert pláss og við strák­arn­ir tekn­ir í kennslu í alls kyns leik­fim­isæfing­um. Þar kenndi hann okk­ur að labba á hönd­um, flikk flakk, helj­ar­stökk, kraftstökk og höfuðstökk og þá er ekki allt upp talið. Og svo göngu­skíðaferðirn­ar um Rauðhól­ana á skíðunum sem hann smíðaði handa okk­ur. Og skauta­ferðirn­ar á Rauðavatni voru líka marg­ar og ógleym­an­leg­ar. Ferðalög­in á sumr­in, þar sem var gist í botn­lausa tjald­inu, stefn­an oft­ast tek­in vest­ur í Dýra­fjörðinn þar sem okk­ur leið svo vel. Eft­ir að flutt var í sveit­ina var hlaðan notuð sem leik­völl­ur, með hjálp pabba voru sett­ir kaðlar milli sperra og þar var mikið klifrað og pabbi kenndi okk­ur réttu hand­tök­in. Einnig leikið sér í ánni, fjör­unni og sand­hól­un­um.

Eft­ir að mamma féll frá fór pabbi með okk­ur á hverju sumri vest­ur í Dýra­fjörð, þar sem okk­ur leið svo vel sam­an. Þar var ým­is­legt brallað, farið út á fjörð að veiða á Tog­ar­an­um, ógrynni af aðal­blá­berj­um sótt upp í hlíð og pabbi sat heima í gamla Sæ­bóli og hreinsaði. Fór­um skemmti­lega bíltúra bæði fyr­ir og norður og hreint um allt. Svo má ekki gleyma göngu­ferðunum, en pabbi labbaði á hverj­um morgni inn að Meðal­dal og þá var gam­an að vera með hon­um því að hann þekkti hvert fjall og hverja þúfu með nafni, og svo fylgdu skemmti­leg­ar sög­ur með. Meðan pabbi hafði heilsu var hann kom­inn eldsnemma út á morgn­ana ber að ofan í sól­inni með orf og ljá í hendi og sló blett­inn í kring­um húsið, þegar bagg­arn­ir voru flest­ir töldu þeir 105 stykki. Hann fór sína síðustu ferð með okk­ur vest­ur í fyrra­sum­ar og þá tók­um við Bald­ur yfir Breiðafjörð og þá minnt­ist hann á að hann hefði aldrei séð fjörðinn jafn speg­il­slétt­an, og vest­firsku fjöll­in jafn tign­ar­leg og fal­leg, það var eins og að hann væri að kveðja sveit­ina sína.

Það er mik­ill söknuður og eft­ir­sjá að þess­um flotta manni.

Vertu sæll elsku pabbi minn og tengdapabbi.

 

Eggert og Lilja.
 
Morgunblaðið 25. október 2017
« Apríl »
S M Ş M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30