A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
19.01.2018 - 18:26 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Grunnskóli Þingeyrar,Erna Höskuldsdóttir,Björn Ingi Bjarnason

Grunnskólinn á Þingeyri 120 ára í desember 2017

Tónlistarskólinn flutti nokkur tónlistaratriði,  - Auður og Jón Gunnar.
Tónlistarskólinn flutti nokkur tónlistaratriði, - Auður og Jón Gunnar.

Föstudaginn 15. desember sl. var rauði dagurinn haldinn hátíðlegri heldur en undanfarin ár. Tilefnið var 120 ára afmæli skólans.

Nemendur og starfsfólk mætti í einhverju rauðu, það var áhugasviðssýning á munum og verkefnum sem nemendur höfðu unnið í svokölluðum áhugasviðstímum sem eru alltaf á föstudögum. Nemendur tónlistaskólans komu fram undir stjórn Jóns Gunnars og kann skólinn þeim miklar þakkir fyrir fallegan söng og hljóðfæraleik. Gísli Halldór bæjarstjóri heiðraði okkur með nærveru sinni og þakkaði starfsfólki skólans fyrir vel unnin störf og lagði áherslu á að í hverju samfélagi væri skólinn hjartað og að honum þyrfti að hlúa.

Kvenfélagið Von gaf skólanum veglega gjöf, 1000 kr. fyrir hvert ár. Gjöfin verður nýtt til að kaupa Appel Tv, Breakout for Education kassa og nýjar barnabækur til lesturs. Við þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina og allt þeirra góða starf í þágu samfélagsins.

Það var mjög ánægjulegt hvað margir komu í skólann til að fagna þessum merkilegu tímamótum. Nemendur á elsta stigi voru mjög dugleg að baka og aðstoða við framreiðslu veitinga. Einnig sáu yngri nemendur um að baka smá kökur sem tilheyra þessum degi.

Í tilefni afmælisins fengu nemendur bláa taupoka merkta skólanum en skólinn er sífellt að reyna finna leiðir til þess að minnka plast og hvetja aðra til að minnka það líka. Hægt er að kaupa pokana á 500 kr. í skólanum.

Í skólanum eru 27 nemendur í 1. – 10. bekk.  Árið 1899-1900 voru einnig 27 nemendur í skólanum. Flestir hafa nemendur verið 101, árið 1994. Það voru foreldrar á Þingeyri sem stofnuðu til skólahalds fyrir börn sín. Skólinn var í Wendels húsi fyrstu árin en til gamans þá má segja frá því að húsið var eitt af þeim fyrstu á Þingeyri sem hafði sjálfrennandi vatn. Núverandi húsnæði var byggt 1908, byggingin var byggð af mikilli framsýni og er enn í notkun og stendur fyllilega fyrir sínu. Viðbygging við húsið, svokallað Þinghús, var einnig byggð 1908 og var m.a. aðal samkomuhúsið og íþróttasalur til ársins 1939. Nýji hluti skólans byggðist frá árinu 1976 og var tekið í notkun um áramótin 1979-1980 (Heimildir: Barnaskóli á Þingeyri í Dýrafirði í 100 ár, afmælisrit,Hallgrímur Sveinsson tók saman).

Skólahaldið í dag miðar að því að horfa til framtíðar og efla nemendur til starfa í framtíðinni.  Áhersla er lögð á færni í upplýsingatækni í örri þróun með það að markmiði að ná stóru markmiðum aðalnámskrár, sem eru eftirfarandi:

  • Skapandi hugsun

  • Samvinna

  • Setja sig í spor annarra

     

     Erna Höskuldsdóttir
    Skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri
19. desember 2017


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31