A A A
  • 1929 - Jónas Ólafsson
Gunnlaugur Dan skólastjóri tekur viđ sjónaukanum
Gunnlaugur Dan skólastjóri tekur viđ sjónaukanum
Á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 tók hópur stjarnvísindamanna, stjörnuáhugamanna og raunvísindakennara sig til og útbjó sérstakan stjörnusjónauka með það í huga að gera undur alheimsins aðgengileg fyrir sem flesta. Sjónaukinn er nefndur Galíleósjónaukinn eftir ítalska vísindamanninum Galíleó Galílei sem beindi sínum heimasmíðaða sjónauka til himins fyrstur manna.


Nú þegar hafa allir skólar á norðanverðum Vestfjörðum fengið sjónaukann afhentan en það var Jón Sigurðsson áhugamaður og félagi í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness sem afhenti sjónaukana hér vestra, Gunnlaugur Dan skólastjóri í Grunnskólanum á Þingeyri tók við sjónaukanum á sal Grunnskólanns. Að lokinni afhendingu fengu svo nemendur að virða fyrir sér sjónaukann og kíkja í hann. Sjónaukinn  er gjöf frá Stjarnvísindafélagi Íslands, Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009. Tilgangurinn með gjöfinni er að auka áhuga nemenda á vísindum.  Frekari upplýsingar má finna á stjörnufræðivefnum.
 

Einnig er hægt að fylgjast með stjörnuskoðun frá Þingeyri á bloggsíðu Jóns

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31