Götuveislan 2017 á Flateyri er nú á helginni
Dagskráin byrjar á föstudagskvöldinu kl 22 með Bjartmari Guðlaugssyni á Vagninum eitthvað sem enginn er að fara missa af.
Furðufatahlaupið hefst kl 11 á laugardagsmorgni. keppt verður í 2.5 km og 5km vegalengdum. Mæting er við Goðahól.
Líkt og í fyrra verður boðið í heimsókn.
Opið verður á eftirfarandi stöðum:
Gunnukaffi kl 12-14, Gunna býður uppá pizzasneið og kók á tilboðsverði.
Grænhöfði býður á Kajak í fjörunni milli 13-14
Júlli og co. verða með opið hús á Hafnarstræti 1 milli 13-14
Og Stanley á Öldugötu milli 14-15
Hlátursjóga í minningargarðinum kl 15-16
Vatnafjör milli 16-17 staðsettnig auglýst síðar
Kveikt í grillum 18:30 í minningargarðinum
Andlitsmálning fyrir krakkana og auðvita hin sívinsælu kókosbollukeppni og söngvarakeppni um kvöldið.
Hlökkum til að sjá ykkur.