A A A
Verkalığsfélag Vestfirğinga skorar á samgönguráğherra ağ tryggja ağ ráğist verği í gerğ jarğgangna milli Dırafjarğar og Arnarfjarğar í beinu framhaldi á verklokum viğ Óshlíğargöng, sem og heilsárs vegbótum viğ alla şéttbılisstaği á sunnanverğum Vestfjörğum.
Verkalığsfélag Vestfirğinga skorar á samgönguráğherra ağ tryggja ağ ráğist verği í gerğ jarğgangna milli Dırafjarğar og Arnarfjarğar í beinu framhaldi á verklokum viğ Óshlíğargöng, sem og heilsárs vegbótum viğ alla şéttbılisstaği á sunnanverğum Vestfjörğum.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga skorar á samgönguráðherra að tryggja að ráðist verði í gerð jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í beinu framhaldi á verklokum við Óshlíðargöng, sem og heilsárs vegbótum við alla þéttbýlisstaði á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í erindi sem Verkalýðsfélags Vestfirðinga sendi almennum borgarafundi sem haldin var á dögunum á Patreksfirði um heilsárs samgöngubætur milli norður- og suður Vestfjarða. Þar segir einnig: „Verkalýðsfélag Vestfirðinga leggur sérstaka áherslu á að tengja norður- og suðursvæði Vestfjarða í einni framkvæmd með jarðgöngum og vegabótum. Þá er ítrekað að útboð geti farið fram sem fyrst þannig að framkvæmdarinnar í heild sinni geti hafist eins fljótt og auðið er. Rétt er að benda á að svo til engir flutningar geta átt sér stað milli svæðanna nema yfir sumarmánuðina. Það kemur t.d. í veg fyrir að hægt sé að miðla afla til vinnslu milli staða á sunnanverðum Vestfjörðum annars vegar og staða á norðanverðum Vestfjörðum hins vegar. Slík aflamiðlun mundi án efa geta styrkt atvinnulíf í landshlutanum og auðveldað enn frekari samvinnu fyrirtækja, í sjávarútvegi og öðrum greinum. Þetta mun einnig skjóta styrkari stoðum undir Vestfirði sem eitt atvinnu og þjónustusvæði."

 

Verkalýðsfélagið segir eitt brýnasta verkefnið hvað varðar samgöngumál í fjórðungnum vera að tengja byggðir hans með góðum vegum sem nýtast allt árið. „Samkeppnisstaða svæðisins verður stórlega skekkt gagnvart öðrum landshlutum ef ekki kemur til tafalausra aðgerða í heilsárs vegtengingu norður og suðursvæðis Vestfjarða. Á meðan ástand vegamála á svæðinu er svo dapurlegt sem raun ber vitni, er einfaldlega ekki hægt að bjóða íbúum og atvinnulífi á suðurfjörðum Vestfjarða upp á að standa í eðlilegri samkeppni við aðra landshluta vegna vanþróaðra samgangna. Í þeim efnum eru vestfirskir vegir mörgum áratugum á eftir í uppbyggingu og þróun. Verkalýðsfélag Vestfirðinga ítrekar að bættar samgöngur eru ein af undirstöðunum þess að tryggja og viðhalda byggð í landinu." Verkalýðsfélagið segir skerðingu af því tagi sem íbúar fjórðungsins þurfi að þola í samgöngumálum leiði ekki eingöngu til ótryggara atvinnuástands, heldur hafi einnig bein áhrif á íbúaþróun með neikvæðum hætt.

„Krafa Vestfirðinga er skýr. Góðar samgöngur eru lífæð hverrar byggðar, bæði hvað varðar atvinnu og menningu, sem og öryggi og þróun byggðar. Vegir á Vestfjörðum standast ekki þær kröfur sem gerðar eru til nútíma þjóðvega og uppfylltar hafa verið hjá öðrum. Vestfirðingar sem og aðrir landsmenn eiga heimtingu á að þeir geti ekið á vegum sem að jafnaði er boðið upp á í þróuðum löndum."

« Desember »
S M Ş M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31