A A A
  • 1952 - Gréta Björg Gunnlaugsdóttir
01.08.2009 - 12:23 | bb.is

Gísli „lifir“ í Haukadal

Haukadalur í Dýrafirđi. Mynd: Hjálmar R. Bárđarson
Haukadalur í Dýrafirđi. Mynd: Hjálmar R. Bárđarson
Gönguferðir um söguslóðir Gísla Súrssonar hafa verið vinsælar í gegnum árin en það er Dýrfirðingurinn Þórir Örn Guðmundsson sem hefur leitt áhugasama um söguslóðirnar. Þórir hefur farið í reglulegar ferðir um söguslóðir þessa merka manns á hverju sumri síðan árið 1994 og vinsældir ferðanna hefur reynst jafn og stöðugur í gegnum árin. „Það er alltaf eitthvað um að fólk vilji fara í þessa göngu. Þetta eru þó aðallega þeir sem hafa áhuga á sögunni og vilja því fræðast meira um sögusviðið", segir Þórir Örn. Einnig er mikið um að nemendur fari um slóðir Gísla en til dæmis hefur Þórir farið með alla nemendur 9. bekkjar sem lesið hafa söguna í gegnum árin. Um daginn fékk hann svo stóran hóp Kanadabúa frá íslenskudeild Manitoba-háskóla sem dvaldist á Vestfjörðum við að kynna sér íslenskar bókmenntir og menningu.

Í Haukadal í Dýrafirði er meginsvið Gísla sögu Súrssonar, sem er ein hinna þekktustu í hópi Íslendingasagna. Þar bjó Gísli ásamt Auði konu sinni og þar í dalnum gerðust þeir válegu atburðir sem leiddu til útlegðar Gísla. Í göngunni er farið um dalinn og staðnæmst við þau kennileiti sem þekkt eru og rifjuð upp atriði sögunnar sem tengjast þeim. Þar má nefna bæina í dalnum, Hól (þar sem nú heitir Gíslahóll) og Sæból, en garðar þeirra lágu saman, Seftjörn þar sem knattleikar voru háðir á ís, brekkuna þar sem konur og aðrir áhorfendur sátu og fylgdust með leikum, og hauga þeirra Vésteins og Þorgríms.
Að sögn Þóris eru ferðirnar alltaf jafn skemmtilega þrátt fyrir að hafa farið í þær ófáar í gegnum árin. „Ég er búinn að fara sömu leiðina öll árin enda sagan verið óbreytt í 800 ár. Það má segja að Gísli lifir í Haukadal", segir Þórir. Sé hópur áhugasamur um að fara í göngu um söguslóðir Gísla Súrssonar er hægt að hafa samband við Þórir í síma 863 2412.
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29