A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
27.02.2017 - 13:38 | Vestfirska forlagið,Komedia,Björn Ingi Bjarnason

Gísli bara rétt að byrja

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.

Það er óhætt að segja að nýjasta sýning Kómedíuleikhússins um Gísla á Uppsölum hafi slegið í gegn. Leikurinn var frumsýndur á söguslóðum í haust og hefur nú þegar verið sýndur um 40 sinnum um land allt. Nú síðast var Gísli á fjölunum í sjálfu Þjóðleikhúsinu hvar leikurinn var sýndur 15 sinnum og alltaf nema tvisvar var uppselt. Þó Gísli fái nú aðeins að pústa, fá sér smá kaffi og rjóma þá er sýningum hvergi nærri lokið. Í raun erum við rétt að byrja. 

Sýningar á Gísla á Uppsölum hefjast að nýju í lok mars.

Þá verður farið í leikferð suður og norður. Fyrst verður sýnt í Fella-og Hólakirkju, þaðan liggur leiðin í Selasetrið á Hvammstanga en í fyrra var Gísli sýndur þar tvívegis fyrir uppseldum sal. Aftur verður svo skundað suður eða á Akranes hvar Gísli verður sýndur fimmtudaginn 22. mars. Á páskum verður Gisli
sýndur í miðstöð leiklistar á Vestfjörðum nánar tiltekið á Þingeyri. Sýnt verður á Skírdag fimmtudaginn 13. apríl kl.20.00. Rétt er að taka fram að aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða á páskum á Þingeyri.

Helgina eftir páska liggur leiðin austur á land hvar Gísli verður sýndur m.a. á Breiðdalsvík og Egilsstöðum. Í lok apríl verður leikferð um suðurland. Sýnt verður á Selfossi, Kirkjubæjarklaustri og loks verða tvær sýningar undir Eyjafjöllum. Í maí hefjast svo sýningar að nýju í Þjóðleikhúsinu. 

Hvað sumarið varðar þá erum við byrjuð að bóka sýningar á Gísla sem verður m.a. sýndur á Bíldudals grænum baunum í lok janúar og á Gíslastöðum í Haukadal í júlí. 

Kómedíuleikhúsið vill þakkar einstakar viðtökur á leikverki okkar Gísli á Uppsölum. Það er okkur mikill heiður að fara með Gísla helst um land allt og tökum öllum þess háttar boðum með mjög jákvæðum hug. Ekki hika við að senda okkur línu á netfangið komedia@komedia.is

Við svörum öllum tölvupóstum hratt og á vorn kómíska hátt.

Gangi ykkur allt í vil á öllum sviðum.




« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30