A A A
22.10.2017 - 10:30 | Björn Ingi Bjarnason,Elfar Logi Hannesson,Hallgrímur Sveinsson,Komedia,Vestfirska forlagið

Gísli á Uppsölum snýr aftur

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.

Sýningar á hinu áhrifamikla og vinsæla leikriti Gísli á Uppsölum hefjast að nýju nú í lok október.

Nú þegar er búið að bóka sýningar vítt og breytt um landið. Leikurinn hefst fyrir vestan þaðan liggur leiðin suður og svo norður. Leikritið hefur fengið afskaplega góða dóma gagnrýnenda sem áhorfenda um land allt. Nú þegar hefur leikurinn verið sýndur 66 sinnum sem er allavega 50 sinnum meira en við reiknuðum með. Draumur okkar í Kómedíuleikhúsinu er að geta farið með Gísla á Uppsölum í öll þorp og bæji landsins. 24 eru sýningarstaðirnir orðnir í dag og á næstunni bætast enn fleiri staðir við. Kómedíuleikhúsið tekur öllum boðum vel og með miklum áhuga svo við hvetjum hið duglega hugsjónafólk sem starfar um land allt til eflingar eigin héraðs að hafa samband. 

Fyrsta sýning á Gísla á Uppsölum eftir stutt sýningarhlé verður á dvalarheimilinu Hlíf Ísafirði 24. október komandi.

Þaðan liggur leiðin suður hvar sýnt verður í Skyrgerðinni í Hveragerði föstudaginn 27. október. Daginn eftir sjálfan kosningadaginn verður sýnt í Garðabæ í húsakynninum Leiksmiðjunnar Frigg Garðatorgi.

Suðurferð Gísla að þessu sinni lýkur í Mosfellsbæ hvar Gísli verður sýndur á sunnudag 29. október í Hlégarði. Miðasala á allar sýningar er í blússandi gangi.

Í nóvember liggur leið Gísla norður sýnt verður m.a. á Dalvík, Skagaströnd og Hofsósi. Miðasala á þær sýningar er einnig hafin. 


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30