A A A
  • 1963 - Jóhannes Frank Jóhannesson
  • 1979 - Marika Jopp
Þann 17. apríl verður hátíðleg stund í Dýrafjarðargöngunum en þá verður síðasta færan sprengd sem jafnframt verður viðhafnarsprenging. Vel hefur gengið við gangnagröft bæði Arnarfjarðarmegin fyrir áramót og nú eftir áramót Dýrafjarðarmegin. Á föstudaginn 12. apríl var gegnumbrot þar sem mátti sjá í gegn milli gangnahluta. 

Vegna viðhafnarsprengingarinnar miðvikudaginn 17. apríl býður verktakinn Suðurverk áhugasömum að taka þátt í hátíðarhöldum. Tvær rútur munu ferja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka eftir dagskrárlok.

Hátíðardagskrá: 

12:45 Stór rúta ferjar fólk frá bílastæði við Kjaranstaði og inn á vinnusvæðið. Smárútur verktaka ferja fólk inn í útskot J sem er rúma 800 m inni í göngum. Þaðan mun fólk ganga inn í útskot I sem er um 500m innar. 

14:00 Ávörp

14:15 Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög

14:30 Viðhafnarsprenging. Í kjölfarið gefst fólki kostur á að ganga inn að gegnumbroti.

15:00 Kaffiveitingar í útskoti I þar sem fólki gefst kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum.

15:30 Smárútur ferja fólk út úr göngum og í stærri rútur

17:00 Síðasti útmokstur verktaka 

Athugið að mikilvægt er að allir fari eftir merkingum og sýni mikla aðgát því enn er þetta hættulegt vinnusvæði en starfsmenn verktaka munu leiðbeina fólki á svæðinu. Þar sem um er að ræða gegnumbrot þá er æskilegt að minna á að tekið sé mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Einnig skal skýrt tekið fram að því miður er ekki stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið eins og gefur að skilja. 
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30