A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
« 1 af 2 »

Það er merkilegt íþróttafélag þessi Höfrungur. Þetta er hann búinn að vera í íþróttunum á annað hundrað ár. Heimsfrægt félag í Dýrafirði og þó víðar væri leitað. Þar hefur margur pilturinn og stúlkan öðlast fyrstu kynni af fimleikum, frjálsum, fótbolta, handbolta og öllum þeim göfugu ípróttagreinum sem nöfnum tjáir að nefna. En þar með er ekki öll sagan sögð. Höfrungur gamli er ekki bara í íþróttunum. Leikdeild þessa gamla félags er heldur betur með á nótunum og sannast það aldeilis þessa dagana á Þingeyri.   

   Galdrakarlinn í Oz eftir bandaríska höfundinn Frank Baum, í leikgerð eftir Ármann Guðmundsson, er nú á fjölunum hjá Leikdeild Höfrungs í Félagsheimili Þingeyrar. Og þar getur nú heldur betur á að líta og heyra: Sextán leikarar á öllum aldri láta þar ljós sitt skína undir leikstjórn Elfars Loga Hannessonar, sem bæði á ættir að rekja í Arnarfjörð og Dýrafjörð. Allir leikararnir eru meira og minna fæddir leikarar og hananú! En hér verða engin nöfn nefnd. Það verður gert síðar. Leikgleði og leiftrandi fjör er það sem einkennir þessa sýningu. Allir kunna rulluna sína og allt streymir fram á áreynslulausan hátt. Svo má ekki gleyma róturunum baksviðs og í kringum sýninguna. Þar er valinn maður í hverju rúmi og allt sjálfboðaliðar. Hvað annað!

   Elfar Logi Hannesson lét sér detta í hug að sækja um eitthvert topp djobb á Akureyri um daginn. Gárungarnir voru fljótir að koma með það að vonandi fengi hann ekki starfið. Enda fór það svo. Það verður til þess að hann heldur áfram sínu ómetanlega verki hér fyrir vestan enn um sinn. Elfar Logi er minnsta kosti tveggja manna maki á sínu sviði, ef ekki fleiri. Það eru ótrúleg afrek sem þessi drengur er búinn að vinna hér vestra. En auðvitað verður hann að gæta sín að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Það verða allir að gera. 

Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30