A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
Styrkhafar ásamt verkefnisstjórn
Styrkhafar ásamt verkefnisstjórn

Fyrsta úthlutun styrkja úr verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar var veitt í gær, en Öll vötn til Dýrafjarðar fellur undir byggðaþróunarverkefni Byggðastofnunnar, Brothættar byggðir. Auglýst var eftir styrkumsóknum 17. desember 2018 úr sjóði sem verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjarðar veitir úr í umboði Byggðastofnunar fyrir verkefnastyrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð. 

Umsóknarfrestur rann út 15. janúar 2019. Til úthlutunar voru 7 milljónir. Alls bárust 39 umsóknir sem er metfjöldi á landsvísu. Aldrei hafa borist eins margar umsóknir í tengslum við úthlutun í brothættum byggðum. Heildarumfang verkefna er umsóknir lúta að er um 120 milljónir. Sótt var um rúmlega 30 milljónir. Allt voru þetta umsóknir sem féllu vel að verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar en eins og gefur að skilja, þá var ekki til fjármagn til að úthluta til allra í fyrstu umferð. Reynt var að velja sem fjölbreyttust verkefni og m.a. var stuðst við stigagjöf eftir mat á tilteknum þáttum. Úthlutað var styrkjum til 16 verkefna tengdum menningu og listum, atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Allt eru þetta verkefni sem verkefnisstjórn telur líkleg til árangurs og að þau muni hafa jákvæð áhrif á Þingeyri og við Dýrafjörð. Þeir aðilar sem sendu inn umsóknir núna en fengu ekki úthlutað, verða hvattir til að senda þær aftur inn í næstu úthlutun. Stefnt er að því að auglýsa eftir styrkumsóknum strax aftur eða núna í mars, með úthlutun í apríl 2019.

Þau verkefni er hlutu brautargengi í þessari fyrstu styrkúthlutun eru: 


Blábankinn – Uppfærsla Þingeyrarvefsins                                               180.000 kr.


Pálmar Kristmundsson – Listaakademían á Þingeyri                                500.000 kr.


Pálmar Kristmundsson – The Tank                                                       1.000.000 kr

Blábankinn – Stafrænir flakkarar og störf án staðsetningar                   1.000.000 kr.


Borgný Gunnarsdóttir – Námskeið og fyrirlestrar Víkingaskóla Skálans      570.000 kr.


Sébastien Biet – Bicycle week                                                                 90.000 kr.


Austan Mána efh – Sköpunarsveimur                                                      400.000 kr.


Golfklúbburinn Gláma Þingeyri – Aðstaða                                              980.000 kr.


Pálmar Kristmundsson – Hjólreiðakeppnin Ísafjörður-Þingeyri                 100.000 kr.


Wouter Van Hoeymissen – Invite one family per year 2019-2020             500.000 kr.


Wouter Van Hoeymissen – Wall Pantings in Þingeyri                               300.000 kr.


Jón Sigurðsson – Hljóðfærasafn                                                            500.000 kr.


Sébastien Biet – Graphic desing courses                                                 80.000 kr.


Kristín Þórunn Helgadóttir – Handverkssýning/Opin vinnustofa              200.000 kr.


Marsibil G. Kristjánsdóttir – Gíslasaga víkingaviðburðir og námskeið      400.000 kr.


Wouter Van Hoeymissen – Invite Yasuaki Tanago to Þingeyri 2019         200.000 kr.

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31