A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
Ţverganga Venusar 5. - 6. júní. Myndir: Jón Sigurđsson
Ţverganga Venusar 5. - 6. júní. Myndir: Jón Sigurđsson
« 1 af 3 »
Stjörnuáhugafólk á Þingeyri og nágrenni virtu fyrir sér þvergöngu Venusar þann 5.júní. Ský voru að þvælast fyrir í upphafi þvergöngunnar en Venus átti að byrja að læðast inná skífu sólar kl 22:04, en svo rofaði til um kl 22:15 og sást til sólar með ágætum og var hægt að fylgjast með viðburðinum þar til sólin settist á bak við fjöllin. Með þvergöngunni snertir Venus skífu sólar og þekur um 3% hennar, þannig dregur úr sólarbirtunni um 0,1%. Um 30 manns mættu til að virða fyrir sér þvergönguna og þótti flestum ef ekki öllum stórmerkilegt að fá að vera vitni af þessum merkilega viðburði. Næsta þverganga, sem sést frá upphafi til enda frá Íslandi, verður ekki fyrr en árið 2247. Horft var í gegnum 8" dobson spegilsjónauka með whitelight síu sem er sérstök til sólskoðunnar. Jón Sigurðsson stjörnuáhugamaður á Þingeyri leiddi hópinn í gegnum þvergönguna en hann er félagi í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnaness sem sá um að útvega sólarsíur og sérstök sólskoðunargleraugu til að nota á staðnum. 
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31