A A A
  • 1961 - Anton Torfi Bergsson
11.03.2010 - 22:32 | JÓH

Frumsıning á morgun

Simbahöllin opnar eftir leiksıningar í mars
Simbahöllin opnar eftir leiksıningar í mars
Leikverkið Eikin ættar minnar verður frumsýnt í Félagsheimilinu á Þingeyri á morgun og er miðasala í fullum gangi. Leikritið segir frá klerknum Ólafi Jónssyni sem var fæddur á Tálknafirði en varð prestur á Söndum í Dýrafirði árið 1596 og til æviloka. Ólafur þjónaði á Söndum samfellt í 31 ár og andaðist þar árið 1627. Ólafur er eitt af fyrstu tónskáldum Íslandssögunnar og var meðal vinsælustu og virtustu skálda þjóðarinnar á sínum tíma, og er því við hæfi að gera þessu höfuðskáldi góð skil á heimaslóðum. Höfundur og leikstjóri verksins er Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri er Krista Sildoja sem einnig sér um tónlistarflutning. Eftir allar sýningarnar í mars verður opið í Simbahöllinni, allir ættu því að geta átt ljúfa kvöldstund í Dýrafirðinum.
Upplýsingar um sýningar er að finna í atburðadagatalinu og miðasala er í s. 848 4055.
« Október »
S M Ş M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31