A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
13.06.2017 - 06:46 | Vestfirska forlagið,Minjastofnun,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi

Holtskirkja í Önundarfirði sem byggð var árið 1869.
Holtskirkja í Önundarfirði sem byggð var árið 1869.
« 1 af 2 »

Í tilefni af útgáfu þriggja nýrra binda – hins tuttugasta og sjötta, sjöunda og áttunda – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag,13. júní 2017,  kl. 14:00.

Friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi

Dagskrá:

1.      Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og ritstjóri:

            Kirkjur Íslands.

2.      Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt:

            Kirkjur Rögnvaldar Á. Ólafssonar arkitekts á Vestfjörðum.

3.      Guðmundur L. Hafsteinsson arkitekt á Þjóðminjasafni Íslands:

            Kirkjur og bænhús í eyðibyggðum.

4.      Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður:

            Gripir í kirkjum hins gamla Barðastrandarprófastsdæmis.

5.      Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir:

            Gripir í fimm kirkjum í hinu gamla Vestur-Ísafjarðarprófastsdæmi.

6.      Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs:

            Um kirkjugarða á Vestfjörðum.

Að málstofunni lokinni mun séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, opna sýningu um kirkjur, gripi og minningarmörk, sem byggir á ritverkinu.

Fundarstjóri er séra Magnús Erlingsson prófastur.

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 29 bindi og útgáfunni ljúki 2018.

Í bindunum þremur, sem nú koma út, er fjallað um 28 friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi. Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum 28.

Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Verið velkomin til málstofu og opnunar sýningar í dag, þriðjudaginn 13. júní 2017,  klukkan 14:00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Minjastofnun Íslands.






« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31