A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
Fyrir nokkrum árum hittum við Halldór Hermannsson skipstjóra og fiskimann, vin okkar, á berjamó inni í Mjóafirði í Djúpi. Þá var mok fiskirí hjá kallinum! Ljósm.: H. S.
Fyrir nokkrum árum hittum við Halldór Hermannsson skipstjóra og fiskimann, vin okkar, á berjamó inni í Mjóafirði í Djúpi. Þá var mok fiskirí hjá kallinum! Ljósm.: H. S.

Baulhúsaland í Arnarfirði var  landsfrægt fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Fyrir all mörgum árum stundaði Jón heitinn Sigurðsson, refur á Þingeyri, berjatínslu í atvinnuskyni á Baulhúsum, ásamt Halldóru eiginkonu sinni. Seldi hann svo berin í verslunum í Reykjavík. Sendi þau suður með Fokkernum á Þingeyri. Skipti þetta mörgum tonnum á hverri vertíð hjá Rebba gamla og frú.

En nú er af sem áður var.

   Frá því er að segja að eitt sinn hitti ég Nonna gamla þarna útfrá. Spurði svo og sagði svo hvort þetta væru ekki bara uppgrip hjá þeim. Þá svaraði Rebbi:

   „Þetta er sviðin jörð Halli minn.“

   Rebbi var þá með heimasmíðaða berjatínu úr smurolíubrúsa.  Þetta er mikið verkfæri Nonni minn sagði undirritaður.

   „Oh, þetta er helvískur bölvaður lurkur, Halli minn,“ svaraði þá berjatínslumaðurinn! Um kvöldið fór Rebbi með troðinn og skekinn Land-Roverinn af krækiberjum til Þingeyrar!

   En nú er uppi annar óður. Hver sérfræðingurinn á fætur öðrum lýsir því nú yfir aðspurður að líklega verði engin ber víða hér vestra í ár. Hvorki krækiber né aðalbláber. Það er eitthvað af berjavísum eða grænjöxlum sumsstaðar, en ekki mikið. Segja sumir þeirra að ber verði engin fyrr en í október, ef ekki verða næturfrost. En þá er það líka búið. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, einn aðal berjasérfræðingur Íslands, er ekki bjartsýnn.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30