A A A
  • 1929 - Jˇnas Ëlafsson
05.04.2016 - 07:17 | Fjˇr­ungssamband Vestfir­inga,Vestfirska forlagi­

Framl÷g Uppbyggingarsjˇ­s Vestfjar­a 2016

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2016 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals voru rúmar 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum. Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

 

Listi um framlög er birtur hér að neðan, en auglýst verður eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð í nóvember næstkomandi vegna ársins 2017.

 

Framlög Uppbyggingarsjóðs skiptast þannig að kr. 45.290.000.- er ráðstafað í verkefnastyrki, en kr. 20.000.000.- eru merktar stofn- og rekstarstyrkjum til menningarstofnana. Ákveðið var að þessu sinni að veita samtals 66 styrki, en umsóknir voru 129. Rétt rúmlega helmingur umsókna fær þannig jákvætt svar, þótt upphæðir séu oft mun lægri en umbeðin upphæð. Framlögin skiptast í 56 verkefnastyrki og 10 stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Styrktarupphæðir eru á billinu 150 þúsund til 5 milljóna, en meðalupphæð framlaga er rétt um milljón.

 

Hægt var að sækja um stuðning allt að þremur árum og var nokkrum styrkjum úthlutað til lengri tíma en árs að þessu sinni. Sjávarútvegsklasi Vestfjarða fékk tveggja ára verkefnastyrk og Edinborgarhúsið, Skrímslasetrið á Bíldudal og Sauðfjársetur á Ströndum fengu rekstrarstyrk til þriggja ára. Kómedíuleikhúsið fékk rekstrarstyrk til tveggja ára og Heimildamyndahátíðin Skjaldborg fékk verkefnastyrk til þriggja ára.

 

Varðandi skiptingu á styrkjum milli ólíkra svæða á Vestfjörðum þá er fjöldi jákvæðra svara miðað við umsóknafjölda mjög svipaður milli svæða. 52% umsókna á suðursvæði Vestfjarða fær jákvætt svar að þessu sinni, 51% umsókna frá norðanverðum Vestfjarðakjálkanum og 50% umsókna frá Reykhólahreppi og Ströndum. 

 

Eftirtalin verkefni og stofnanir fengu stuðning árið 2016 (umsækjandi í sviga):

 

5.000.000

Sjávarútvegsklasi  Vestfjarða – Þróunarmiðstöð (Sjávarútvegsklasi Vestfjarða)

 

3.500.000

Rekstur Edinborgarhússins ehf (Edinborgarhúsið ehf - menningarmiðstöð)

 

3.000.000

Stofn- og rekstrarstyrkur fyrir Skrímslasetrið Bíldudal (Félag áhugamanna um skrímslasetur)

Galdrasýning á Ströndum – rekstur (Strandagaldur ses)

 

2.000.000

Aukahráefni frá laxeldi – möguleg nýting og virðisauki (Fjarðalax hf)

Báta- og hlunnindasýningin - rekstur (Báta og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf)

Melrakkasetur Íslands - rekstur (Melrakkasetur Íslands ehf)

Sauðfjársetur – rekstur og uppbygging (Sauðfjársetur á Ströndum ses)

 

1.500.000

Hámörkun verðmæta úr fiskislógi (Klofningur ehf)

Ostrurækt (Krossi-útgerðarfélag ehf)

Framhald rannsókna á ræktun svörtu hermannaflugunar (Víur ehf)

Rekjanleikakerfi frá veiðum til vinnslu (3X Technology ehf)

Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða - rekstur (Kómedíuleikúsið)

Steyptir draumar og hús Samúels (Félag um listasafn Samúels)

 

1.300.000

Westfjords Residency in Þingeyri (Simbahöllin ehf)

 

1.200.000

Fjölgun svæðisleiðsögumanna á Vestfjörðum (Fræðslumiðstöð Vestfjarða)

Endurvinnsla á salti frá saltfiskverkunum (Úlfar Önundarson)

Sláturhús á Vestfjörðum (Leggur og skel ehf)

Meira en bara matur (Icelandic Fish Export ehf)

Ísalgae - Viðskiptaáætlun og fjárfestakynning fyrir vinnslu þangs (Ísalgae)

Menningarviðburðir Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar (Menningarmiðstöðin Edinborg)

 

1.100.000

Skóbúðin - story shop (Björg Sveinbjörnsdóttir)

Act Alone 2016 (Act Alone, félag)

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda (Heimildamyndahátíðin Skjaldborg)

 

1.000.000

Rekstur og samstarfsverkefni vélsmiðjunnar (Sjálfseignarstofnun Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar)

Flókalamb (Jóhann Pétur Ágústsson)

Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar (Aldrei fór ég suður, félag)

Náttúrubarnaskólinn - tilraunir, kynning og uppbygging (Sauðfjársetur á Ströndum ses)

Saga Flóka Vilgerðarsonar á Íslandi (Frændgarður ehf)

 

900.000

IT Ísafjörður (Ísbjörg fjárfesting ehf)

 

800.000

Vestfirsk jólaævintýra sjónvarpsmynd (Villta vestrið - kvikmyndafélag)

 

700.000

ArtsIceland & Gallerí Úthverfa, rekstur (Kol&salt ehf)

K fatnaður (Kjartan Ágúst Pálsson)

Búsáhöld úr fjörunytjum (Örn Hermann Jónsson)

Steinshús (Steinshús ses)

 

600.000

Adstandandi.is – Upplýsingasíða fyrir aðstandendur aldraðra (Fjóla Bjarnadóttir)

 

500.000

Sætt og salt - súkkulaði (Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir)

Margbrotinn menningarviðburður í Trékyllisvík (Elín Agla Briem)

Landsmót kvennakóra (Kvennakór Ísafjarðar)

Víkingaskáli og upplifunarsetur (Marsibil G. Kristjánsdóttir / Gíslastaðir)

Tónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar (Tónlistarfélag Ísafjarðar)

List á Vestfjörðum, kynningarrit (Félag vestfirskra listamanna)

Litli sótarinn - ópera fyrir alla fjölskylduna (Ópera Vestfjarða)

Viðgerðar- og nýbyggingarmiðstöð súðbyrðinga og smærri báta (Byggðasafn Vestfjarða)

Vestfirðir milli vita (Finnbogi Hermannsson)

Gerð 3-D hreyfimynda (animation) af skrímslum (Félag áhugamanna um skrímslasetur)

Steampunk Iceland - Ævintýrahátíð 2016 (Bíldalía ævintýraland)

Smurt brauð og snittur (Magnús Rafnsson)

Sumarmölin 2016 (Standard og gæði ehf)

Sumardagskrá á safni (Minjasafn Egils Ólafssonar)

LÚR festival 2016 (LÚR festival)Ferðalagið (Eyþór Jóvinsson)

 

450.000

Gamanmyndahátíð Flateyrar (Gláma kvikmyndafélag)

 

300.000

Sveitamarkaður í saumastofunni Strönd (Guðrún Finnbogadóttir & Ólöf S. Pálsdóttir)

Blús milli fjalls og fjöru (Sigurjón Páll Hauksson og Ólafur Gestur Rafnsson)

Uppsetning sýningar á bátavélasafni (Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum)

Kardemommubærinn á Þingeyri (Leikdeild Höfrungs Þingeyri)

Uppsetning á barnaleikriti (Litli leikklúbburinn)

Ballið á Bessastöðum (Leikfélag Hólmavíkur)

Veður í orði og mynd – Handbók um veður á Vestfjörðum (Eiríkur Valdimarsson)

 

250.000

Brölt barnanna (Pétur Guðmundsson)Þessi líkami (Anna Sigríður Ólafsdóttir)

Myndlistasýningar: Sjálfsbirting og Vex (Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir)

 

220.000

Námskeið fyrir börn og unglinga (Litli leikklúbburinn)

Vocal vs Vernal (Ellakajsa Nordström / Marta Guðrún Jóhannesdóttir)

 

150.000

Íslenskir jólasveinar heimsækja Safnahúsið (Safnahúsið Ísafirði)

« J˙lÝ »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31