A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
20.01.2017 - 21:36 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Forsetakosningarnar í U. S. A. - Margt er líkt með Truman og Trump

Donald J. Trump sver embættiseið í dag sem 45. forseti Bandaríkjanna. Kona hans, Melanie, heldur á gömlu biblíunni sem hann leggur hönd sína á. Ljósm. rúv.is.
Donald J. Trump sver embættiseið í dag sem 45. forseti Bandaríkjanna. Kona hans, Melanie, heldur á gömlu biblíunni sem hann leggur hönd sína á. Ljósm. rúv.is.
« 1 af 2 »

Nú þegar Repúblikaninn Donald J. Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna má rifja það upp, að lang flestar skoðanakannanir vestra sögðu fyrir um sigur frú Hillary Clinton fram á síðasta dag. En hvað klikkaði? Það var auðvitað ýmislegt. Spakir menn þar vestra héldu því til dæmis fram, að þeir sem höfðu samband við kjósendurna hefðu yfirleitt hringt í heimasíma þeirra. Þar svöruðu aðdáendur frú Clinton. Þeir föttuðu ekki að flestir fylgjendur Donalds voru bara með GSM síma eða þannig. Nú voru það Demókratar sem fóru á límingunum. 

   En þetta hefur gerst áður þar á bæ, að símamálin hafa ruglað menn í ríminu, þó fáir af kosningaspekingum dagsins virðist muna það. En þá voru það Repúblikanar sem fóru á límingunum.  Hugurinn hvarflar til forsetakosninganna þar í landi 1948. Þá sögðu nánast allar skoðanakannanir að Repúblikaninn Thomas E. Dewey ríkisstjóri í New York  myndi gjörsigra Harry S. Truman, sitjandi forseta Demókrata. Það sem klikkaði þá var til dæmis að mjög margir af fylgjendum Trumans höfðu bara alls ekki síma! Þeir voru bláfátækir. Svo sem eins og bændur og búalið í landbúnaðarríkjum Bandaríkjanna og snauðir verkamenn. Margir þeirra vissu varla hvað sími var! Þess vegna voru það fylgismenn Deweys sem oftast svöruðu spyrlunum.

   Truman var eiginlega eini maðurinn sem sagðist mundi sigra í kosningunum. Hann fór að sofa á sínum venjulega tíma að kvöldi kjördags og fullvissaði sína menn um að hann mundi sigra. Fáir þeirra trúðu honum. Svo vaknaði hann sem sigurvegari eins og hann hafði sagt fyrir um. Svipað sagði Donald. Hann hélt því alltaf fram að hann mundi sigra. Fæstir trúðu því. Það eru ólíkir persónuleikar Truman og Trump. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt. Þeir trúðu ekki skoðanakönnunum.

„Það er aldrei skemmti­legt að tapa,“ sagði Obama spurður um for­seta­kosn­ing­arn­ar og niður­stöður þeirra en fáir áttu von á að Trump hefði bet­ur. Flest­ar skoðanakann­an­ir bentu til þess gagn­stæða og stjórn­mála­skýrend­ur voru flest­ir á því að Cl­int­on yrði næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Engin Bandaríkjaforseti hefur náð eins miklum árangri í að draga saman ríkisútgjöld og Demókratinn Harry S. Truman.

 

(Jón Magnússon)

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31