A A A
25.11.2008 - 01:55 | bb.is

Flutningabķll valt į Hrafnseyrarheiši

Flutningabķll valt į Hrafnseyrarheiši ķ nótt. Mynd: Steinar Jónasson.
Flutningabķll valt į Hrafnseyrarheiši ķ nótt. Mynd: Steinar Jónasson.
Flutningabíll valt á Hrafnseyrarheiði í nótt en flughálka var á veginum. Bíllinn sem var með fullfermi af fiski var uppi á háheiðinni og á leið niður snarbratta hlíðina þegar óhappið varð. Þrátt fyrir að bíllinn væri vel útbúinn og með keðjum dugði það ekki til og bíllinn fór út af veginum með þeim afleiðingum að gámagrindin slitnaði frá bílnum. Bílstjórinn slapp ómeiddur en mikið tjón varð á bílnum. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að bjarga farminum.
« Jślķ »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31