Flottar tillögur rifjaðar upp
Við Bjarni G. Einarsson höfum leyft okkar að grafa upp tillögur þeirra Steingríms Hermannssonar og Baldurs Jónssonar um nýtt kerfi í fiskveiðistjórnun á sínum tíma. Grundvöllur þess var að það leiddi ekki til byggðaröskunar. Kvótanum átti að deila á milli fiskvinnsluhúsa, skipa og báta á hverju tilgreindu svæði. Sem sagt beint til fólksins á viðkomandi stað. Fólksins sem hafði veitt fisk, unnið í fiski, borðað fisk og talað um fisk frá upphafi byggðar í landinu. Ekki skipti máli hvar fiskinum yrði landað innan hvers löndunarsvæðis. Innan þess mátti jafnframt framselja hann milli fiskverkenda og báta.
Þessar afbragðs tillögur voru því miður jarðaðar og tröllum gefnar á sínum tíma. Útgerðarmenn í LÍÚ réðu ferðinni og ráða líklega enn.
Hallgrímur Sveinsson.