A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
10.11.2016 - 16:19 | Vestfirska forlagið,bb.is

Fjöruperlur og Ívaf sýndu í Ráðhúsi Reykjavíkur

Fjöruperlur og Ívaf sýndu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjöruperlur og Ívaf sýndu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
« 1 af 3 »

Vestfirsku hönnunarfyrirtækin Ívaf og Fjöruperlur sýndu afurðir sínar á hönnunarsýningunni Handverk og hönnun sem var á dögunum í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þetta er í fimmtánda sinn sem sýningin var haldin og er fjöldinn allur af íslenskum hönnuðum og handverksfólki sem kynnir verk sín þar árlega og í ár voru sýnendur á sjötta tug. Gróskan og fjölbreytnin er mikil að vanda og var margt að sjá barnaföt, prjónavarning, skartgripi og leirkerasmíði, svo fátt eitt sé nefnt. 


Þær Sigríður Sif Gylfadóttir hjá Ívafi og Kristín Þórunn Helgadóttir hjá Fjöruperlum á Þingeyri, létu vel af sér eftir sýninguna.

Kristín sagði Fjöruperlunum vel tekið að vanda, en hún er reglulegur gestur á sýningunni og sagði hún greinilegt að fólk væri farið að versla jólagjafir.

Í sama streng tók Sigríður Sif, sem er á sýningunni í fyrsta sinn, með prjónavarning Ívafs, sagði hún viðbrögðin jákvæð og spennandi að sjá hvernig helgin yrði.

 

Sýningin var opin 3. - 7. nóvember 2016. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31