A A A
13.05.2015 - 12:35 | bb.is,BIB

Fjórar fermingar í Þingeyrarprestakalli

Þigeyrarkirkja.
Þigeyrarkirkja.
« 1 af 2 »
Fjórar fermingar verða í Þingeyrarprestakalli þetta vorið.

Fyrsta fermingin er á morgun, uppstigningardag en þá fermist Lísbet Óla Jörgensen Steinsdóttir í Þingeyrarkirkju. Athöfnin hefst kl. 14.

Á sama tíma á hvítasunnudag fermist Óðinn Freyr Jóhannsson í Þingeyrarkirkju og 31. maí kl. 14 fermist Ásrós Helga Guðmundsdóttir í Núpskirkju.

Á sjómannadaginn, 7. júní fermast síðan tvö börn kl. 14 í Þingeyrarkirkju, Kristján Eðvald Hákonarson og Monika Janina Kristjánsdóttir. Að athöfn lokinni leggja fermingarbörn blómsveig við minnisvarða um drukknaða og horfna sjómenn.
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30