07.04.2009 - 00:37 | bb.is
Fjölskyldudagur Storms á föstudag
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði á föstudaginn langa. Dagskráin hefst kl. 14 en þá sýna hestamenn gæðinga sína á tölti og áhorfendur velja þann sem þeim þykir bestur. Á meðan talning atkvæða stendur yfir verður börnum boðið á hestbak. Heitt súkkulaði að hætti Ólafíu, kaffi og kökur verða til sölu. Eftir hlé verða úrslit kynnt og verðlaun veitt. Öllum er heimil þátttaka og skráningar tilkynnist til Nönnu Bjarkar á nannabjork@simnet.is fyrir kl. 16 á miðvikudag. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.