A A A
13.09.2016 - 21:04 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Ferðamennskan: - Hvað er þetta blessaða Íslandsgjald?

Ferðamenn í íslenskri náttúru. Ljósm.: Bændablaðið.
Ferðamenn í íslenskri náttúru. Ljósm.: Bændablaðið.

Það er hugmynd sem þrír spekingar hér fyrir vestan hafa sett fram: Allir erlendir ferðamenn sem ætla að ferðast um Ísland greiði 5,000,- kr. við komuna. Börn yrðu undanþegin gjaldinu. Til hvers á að nota alla þessa peninga? Meðal annars í þetta:

 1.     Hreppstjórar. Embætti hreppstjóra verði endurrreist í þágu ferðamanna. Þeir verði 100 talsins, þaulkunnugir menn hver á sínu svæði, jafnt karlar sem konur. Hreppstjórar starfi undir stjórn lögreglustjóra og sýslumanna og fái sérstakt erindisbréf. Þeir vinni í nánu samtarfi við lögregluna, hver á sínum heimaslóðum.  

 
2.     Hreinlætisaðstaða. Komið verði upp hreinlætisaðstöðu um land allt þar sem þörfin er brýnust og ekki eru hótel eða veitingastaðir. Ókeypis aðgangur fyrir alla, innlenda sem erlenda! Hugsa sér hvað ferðamaðurinn verður ánægður! Ekkert vesen. Þetta mun vekja mikla athygli innan lands sem utan.

3.     Fræðsla um Ísland. Ferðafólk fái frjálsa, skipulega fræðslu um landið okkar. Hvernig menn eigi að haga sér svo ferðalagið verði öllum til ánægju. Breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir rædd. Reyndir leiðsögumenn sjái um þennan þátt.

4.     Slysavarnir og öryggi.Rekstur björgunarsveita verður gulltryggður með þessum fjármunum. Sveitirnar sjái um fræðslu, einkum fyrir þá sem ætla sér að ferðast um hálendi landsins og fáfarna staði. Síðan eru þær alltaf í startholunum að vanda. Enginn verður fegnari en ferðamaðurinn!


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30