30.06.2015 - 16:35 | bb.is,BIB
Farþegum fjölgar jafn og þétt
Farþegum sem nýta sér áætlunarferðir milli Hólmavíkur og Ísafjarðar fjölgar jafnt og þétt að sögn Friðfinns Sigurðssonar hjá Hópferðamiðstöð Vestfjarða sem sér um ferðir þrisvar í viku milli staðanna. „Það voru 28 farþegar með okkur á sunnudag svo þetta er allt að koma. Vetraraksturinn var frekar dapur en nú er þetta farið að líta betur út,“ segir Friðfinnur.
Í sumar verður ekið frá Ísafirði á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Brottför frá Ísafirði er kl. 15:30 frá strætóstoppistöð við Pollgötu. Brottför frá Hólmavík er stuttu eftir komu strætisvagns frá Borgarnesi.
Í sumar verður ekið frá Ísafirði á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Brottför frá Ísafirði er kl. 15:30 frá strætóstoppistöð við Pollgötu. Brottför frá Hólmavík er stuttu eftir komu strætisvagns frá Borgarnesi.