05.11.2015 - 07:03 | BIB,Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri
"Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, stendur fyrir fræðslufundi í Þjóðminjasafninu í dag, fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 12.
Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson ræðir um bókina Íslenskir sláttuhættir sem hann hefur ritað og gefin er út af Hinu íslenska bókmenntafélagi og Opnu.