A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
28.01.2016 - 10:27 | Vestfirska forlagið,Ferðamálastofa

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRK

Við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB

Vegna breyttra reglna um mótframlag er að nýju auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Umsóknarfrestur er til miðnættis 2. febrúar 2016. Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna. 

Nýjar reglur

Samkvæmt nýjum reglum miðast mótframlag styrkhafa að jafnaði við 20% þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili en styrkir til svæða í eigu eða umsjón ríkisins verða veittir án kröfu um mótframlag.  Mótframlag getur áfram verið í formi beinna útgjalda eða vinnuframlags. 

Einnig er gerð breyting á útborgun styrkja. Styrkur greiðist út til styrkþega í samræmi við samþykkta kostnaðar-, verk- og framkvæmdaráætlun. Fyrsta greiðsla, allt að 40%, er greidd við undirritun samnings en áður en til frekari greiðslna kemur skal styrkþegi skila inn framvinduskýrslu, ásamt myndefni, fyrir hvern áfanga. 

Umsóknir sem búið er að senda inn

Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna. Kappkostað verður að ljúka úthlutunarferlinu eins fljótt og unnt er. Kjósi umsækjandi að breyta umsókn sinni skal það gert í þjónustugátt Ferðamálastofu í síðasta lagi 2. febrúar nk. Sjá nánar undir liðnum "Hvar ber að sækja um" hér að neðan.

Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

    1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
    2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
    3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Áherslur og ábendingar til umsækjenda

  1. Mótframlag styrkhafa miðast að jafnaði við 20% af kostnaði þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili. Styrkir til svæða í eigu eða umsjón ríkisins eru veittir án kröfu um mótframlag.
  2. Lögð er sérstök áhersla á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
  3. Styrkur greiðist út í samræmi við starfsreglur sjóðsins.
  4. Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram í:

Allar umsóknir skulu innihalda:

a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti.
b. Kostnaðar- og verkáætlun. Hún er hluti af umsóknarformi og fyllt út samhliða.

Fylgiskjöl

a. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra framkvæmda þá verður deiliskipulag,
fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
b. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja
skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
c. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila.

Hverjir geta sótt um?

Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.

Hvar ber að sækja um

Sótt er um á rafrænni þjónustugátt Ferðamálastofu. Byrja þarf á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma. Þegar innskráningu er lokið skal velja flipann "Umsóknir".

Í myndbandinu hér að neðan eru leiðbeiningar um innskráningu og fleira sem tengist umsóknarferlingu, bæði fyrir nýjar umsóknir og ef umsækjandi vill breyta umsókn sinni. Ath. að aðeins er hægt að breyta umsóknum sem sendar voru inn fyrir lok síðasta umsóknarfrests, þ.e. í október 2015, en ekki er hægt að breyta nýrri umsókn eftir að hún hefur verið send inn.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31