12.07.2017 - 21:48 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is
FJALLASKAGAVITI VERÐI LAGÐUR NIÐUR
Vegagerðin áformar að slökkva á Fjallaskagavita í Dýrafirði. Þegar mikil útgerð var frá Þingeyri gegndi vitinn veigamikli hlutverki, en hann var reistur árið 1954. Með breyttum tímum er talið fullnægjandi að Svalvogaviti verði innsiglingarviti fyrir Arnarfjörð og Dýrafjörð.
Fjallaskagi var ein af stóru verstöðvunum á Vestfjörðum. Líklega frá upphafi búsetu á Vestfjörðum var róið þaðan til fiskjar.
Síðast var róið frá Fjallaskaga árið 1940 og sjá má leifar af verbúðum og fiskgörðum á svæðinu. Nokkrar verbúðanna eru á ágætu standi en aðrar eru að skemmast og eitthvað er horfið í sjóinn.