A A A
  • 1986 - varð kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl
16.05.2017 - 17:58 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er 28 ára í dag - Í fríi frá eldhúsinu

Hermannsdætur Gunnarssonar úr Dýrafirði.
Hermannsdætur Gunnarssonar úr Dýrafirði.
Ég er stödd á Tenerife, við fjölskyldan erum að þjófstarta sumrinu,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Gunnarssonar, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 og matarbloggari, en hún á 28 ára afmæli í dag.

„Ég ætla bara að slappa af í dag og reyna að borða eins mikið af góðum mat og ég kemst yfir. Ef maður hittir á réttu staðina hérna þá er hægt að fá mjög góðan mat. Ég hef gaman af því að prófa mat heimamanna, en oft endum við fjölskyldan á því að fá okkur ítalskan mat, sem öllum finnst góður.“

Eva Laufey er með vikulega matreiðsluþætti á Stöð 2 sem heita Í eldhúsi Evu og einnig er hún með matarblogg.

„Allt sem kemur fram í sjónvarpsþættinum fer þar inn og ýmislegt fleira sem ég er að dunda mér við.“ Eva Laufey er einnig í viðskiptafræðinámi í Háskólanum á Bifröst og mun klára í haust. „Ég er ekki alveg búin að ákveða um hvað lokaritgerðin verður en það verður eitthvað tengt samfélagsmiðlum og bloggi sem tengist vinnunni minni. Ég ætla fyrst að klára BS-ritgerð- ina áður en ég fer að vinna að næstu matreiðslubókinni minni, en ég er samt alltaf að hugsa um eitthvað sem gæti orðið gott efni í bók.“

Eiginmaður Evu Laufeyjar er Haraldur Haraldsson, sem vinnur í sölu- og markaðsdeild hjá Icelandair Cargo. Dóttir þeirra er Ingibjörg Rósa sem verður þriggja ára í júlí.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30