A A A
  • 1966 - Ólafur Kristján Skúlason
Frá heimsókninni
Frá heimsókninni
Tvær eistneskar tónlistarkonur heimsóttu grunnskólabörn á Þingeyri á föstudag en með þeim léku vinir þeirra, tónlistarhjónin Krista og Raivo Sildoja, sem búsett eru á Þingeyri. Konurnar eru þessa dagana á kynnisferð um Ísland. Í heimsókninni í skólann var leikið á ýmis þjóðarhljóðfæri Eistlendinga svo sem kannel, hiiu kannel. Torupill (sekkjapípa), parmupill (gyðingaharpa) og fiðlu. Eistnesku tónlistarkonurnar Leanne Barbo og Marju Varblane hafa leikið þjóðlagatónlist og lagt stund á þjóðdansa síðustu 10 ár og nú eru þær á ferð um Ísland til að kynna sér íslenskar hefðir og jafnframt kynna hefðir sins lands. Þjóðlegur söngur, hljóðfæraleikur og dans eru afar ríkir þættir í eistneskri menningu og sjálfstæðisbarátta Eistlendinga á árunum 1987-1991 hefur oft verið kölluð „Byltingin syngjandi."

Í kvöld halda Leanne og Marju þjóðlaga- og þjóðdansanámskeið í Félagsheimilinu á Þingeyri og hefst það kl. 20. Þar kenna þær þjóðdansa og þjóðlög frá ýmsum löndum. Allir eru velkomnir en námskeiðsgjaldið er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir skólabörn.

Á miðvikudagskvöld kl. 20 verða tónleikar í Hömrum á Ísafirði undir yfirskriftinni „Eistneskt þjóðlagakvöld með myndaívafi". Á tónleikunum spila og syngja Leanne Barbo, Laura Barbo og Marju Varblane sem eru þessa dagana á kynnisferð um Ísland, en með þeim leika vinir þeirra, tónlistarhjónin Krista og Raivo Sildoja, sem búsett eru á Þingeyri. Leikið verður á ýmis þjóðarhljóðfæri Eistlendinga s.s. kannel, hiiu kannel. Torupill (sekkjapípa), parmupill (gyðingaharpa) og fiðlu. Þá verður myndum frá Eistlandi varpað á tjald. Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og aðgangseyririnn, 1.000 kr. og 500 kr. fyrir skólabörn rennur í ferðasjóð tónlistarkvennanna.
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30