A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Stillingar-og kraftamaðurinn Guðmundur Justsson. Ljósm. ókunnur.
Stillingar-og kraftamaðurinn Guðmundur Justsson. Ljósm. ókunnur.
« 1 af 2 »

 "Það er enn ein sögn um aflraunir Guðmundar Justssonar frá Dröngum, að þegar hann var með Ameríkönum, er stunduðu flyðruveiðar hér við land, bar svo til, er Guðmundur var nýfarinn til skips, að nokkrir skipverjar, sem vínhreifir voru í meira lagi, vildu glettast við Guðmund, og reyna þolrifin í þessum nýkomna manni. Sólon Guðmundsson (Sólon í Slunkaríki), sem lengi var búsettur á Ísafirði, var staddur við atburði þessa, og sagði síðar frá. Var Sólon sterkur maður og vel knár, en mjög skorti hann afl við Guðmund, sem Sólon kallaði tröllið.

     Guðmundur gaf sig ekki að tilburðum þeirra skipverjanna fyrst í stað. Varð það til þess að þeir sóttu fastar að; töldu að Guðmundi gengi hugleysi til þess að sýna þeim verulega mótspyrnu. Réðust nú þrír ófriðarseggir að Guðmundi og hugðust hafa hann undir. En vart höfðu þeir nálgast, er Guðmundur svipti þeim á loft og bunkaði þeim á gólfið í hásetaklefanum, og settist síðan í makindum á þann efsta, og hélt þeim þann veg öllum niðri.

     Eggjaði Guðmundur þá, sem eftir voru af áflogaseggjunum að sækja að; þeim skyldi vera sýnt í tvo heimana. En allt datt í dúnalogn. Enginn vildi sækja fram undir hramma Guðmundar, og varð Ameríkönum bylt, er þeir sáu félaga sína sem fis í höndum hans.

     Eftir nokkra stund lét Guðmundur þá þrjá upp standa, og voru þeir þá næsta lúpulegir, en ekki fýsti þá að eiga meira við Guðmund, hvorki þá né síðar. 

     Sólon lauk frásögn sinni af þessum atburðum með því að segja:

     "Já, elska, þá var nú líf í tuskunum og gaman að lifa."

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30