A A A
03.08.2015 - 06:48 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Einn góður úr Súgandafirði

Þorleifur Guðfinnur Guðnason fæddist á Kvíanesi við Súgandafjörð 11. júlí 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 6. janúar 2007.
Þorleifur Guðfinnur Guðnason fæddist á Kvíanesi við Súgandafjörð 11. júlí 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 6. janúar 2007.
« 1 af 2 »

Hjólbörurnar


Þorleifur Guðfinnur Guðnason, Leifi Nogg, einn af sjö svonefndum Botnsbræðrum í Súgandafirði, hefur meðal annars verið þekktur fyrir skemmtileg tilsvör, ekki síst vegna þess að þau sýna góða greind og skynjun á hinum skemmtilegri hliðum mannlífsins. Ekki verður heldur séð að Leifi hafi litið upp til manna og enn síður að hann líti niður á samferðamenn sína.

         Eitt sinn var Leifi Nogg við útskipun á freðfiski á Suðureyri og vann niðri í lest. Yfirmenn á þessum skipum vildu eðlilega hafa sem mestan hraða á verkinu og vildu ekki sjá neinar tafir. Í þetta skipti voru tveir vörubílar að flytja fiskinn niður að skipi og töfðust þeir báðir vegna bilana. Stóð þá ekki á aðfinnslum skipsmanna í garð heimamanna. Spurðu þeir með þjósti hvort ekki væru þá til hjólbörur í þessari andskotans krummaskuð og útnára. Leifi varð fyrir svörum og svaraði með hæversku:

         Jú, þær eru til.

         Þá var spurt með sömu raust hvers vegna í helvítinu þær væru þá ekki notaðar.

         Og með sömu hægðinni kom svarið:

         Þær eru bilaðar.   

                                             (99 vestfirskar þjóðsögur, Vestfirska forlagið) 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31